Umferðargreiningar

Umferð, Greining umferðar, Umferðarskipulag, Umferðartækni, Gatnakerfi, Þétting byggðar, Umferðarlíkan

Höfuðborgarsvæðið er í stöðugri þróun og mikil uppbygging mun eiga sér stað á næstu árum hvort sem litið er til breytingar á gatnakerfi, uppbyggingar nýrra hverfa eða þéttingar byggðar. Allar þessar breytingar hafa áhrif á umferð.


EFLA vinnur að ýmsum verkefnum á sviði umferðartækni sem nýtast við vinnslu umferðarskipulags og annarra verkefna sem snúa að umferð. 

Tengiliðir

Algengustu verkefnin eru greining umferðar á gatnamótum annað hvort í tengslum við hönnun nýrra gatnamóta eða endurbætur á núverandi gatnamótum. Verkefnin geta líka snúið að því að greina áhrif uppbyggingar eða breyttrar landnotkunar á gatna- og stígakerfi.

Umferðargreining nýtist við skipulag

Við umferðargreiningu eru notaðar umferðartalningar, mat á umferðarsköpun og umferðarspár. Ástand umferðar er metið t.d. með því að skoða þjónustustig, seinkun og biðraðir umferðarstrauma. Þessar upplýsingar nýtast við hönnun samgöngumannvirkja og endurbætur á gatnamótum t.d. ákvarðarnir um útfærslu gatnamóta og ljósastillingar. 

Í minni verkefnum eru forritin SIDRA og HCM notuð til að meta afköst stakra gatnamóta. Í stærri verkefnum er hermunarforritið VISSIM notað til að skoða stærri umferðarkerfi og samspil fleiri en einna gatnamóta.

EFLA leggur mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni, til dæmis með notkun dróna við umferðargreiningu. Einnig leggur EFLA áherslu á að taka tillit til umferðar hjólandi og gangandi við umferðargreiningar.

Tækni, aðferðafræði og forsendur

EFLA hefur að leiðarljósi að ásamt nýjustu tækni sé lykilatriði að nálgast umferðargreiningar og lausnir með réttri aðferðarfræði og forsendum.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Umferðargreining - talningar
  • Umferðartækni
  • Mat á ferðasköpun svæða
  • Afkastareikningar á gatnamótum
  • Hermun á umferð
  • Úrbætur á núverandi gatnamótum

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei