Umferðaröryggi
Umferð, Samgöngur, Vegfarendur, Öryggi
Mikilvægt er að tryggja öryggi vegfarenda í umferðinni hvort sem ferðast er á bíl, á hjóli eða fótgangandi.
EFLA býður upp á ýmsa þjónustu á sviði umferðaröryggis. Starfsmenn EFLU hafa sérþekkingu og reynslu á þessu sviði og leitast stöðugt við að viðhalda henni og öðlast nýja þekkingu.
Tengiliðir
Arna Kristjánsdóttir Samgönguverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6243 / +354 661 3409 Netfang: arna.kristjansdottir@efla.is Reykjavík
Berglind Hallgrímsdóttir Umferðarskipulag og tækni Ph.D. Sími: +354 412 6266 / +354 691 5536 Netfang: berglind.hallgrimsdottir@efla.is Reykjavík
Mikið hefur áunnist í að bæta umferðaröryggi á undanförnum árum. Ástæðurnar eru margar en eru að hluta til vegna skipulagðrar yfirferðar á umferðaröryggi á öllum stigum skipulags- og framkvæmdarferilsins.
EFLA leggur mikla áherslu á umferðaröryggi í öllum samgönguverkefnum. Verkefni eru misjöfn að stærð og umfangi, allt frá því að vera mat á umferðaröryggi við breytingu á götum og gatnamótum yfir í að vera rýni og úttektir á umferðaröryggi á stórum hverfum.
Vottun skv. íslenskum stöðlum
Að auki eru starfsmenn EFLU vottaðir til að mega framkvæma umferðaröryggisrýni og umferðaröryggisskoðanir bæði samkvæmt íslenskum og norskum stöðlum. Þessi reynsla nýtist líka í öðrum verkefnum eins og til dæmis úttektum á umferðaröryggi á leiðum skólabarna og næsta umhverfi skóla. EFLA hefur einnig unnið með umferðaröryggismat fyrir vegi og jarðgöng.
Öryggið í fyrirrúmi
Umferðarslys eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið og einstaklinginn, og geta valdið bæði líkamlegum og tilfinningalegum skaða. Umferðaröryggi er forgangsatriði EFLU í samgönguverkefnum.
Á meðal þjónustusviða eru
- Úttektir á umferðaröryggi og tillögur að breytingum
- Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda
- Gönguleiðir skólabarna
- Svartblettagreiningar og tillögur að úrbótum
- Umferðaröryggisúttektir
- Umferðaröryggisskoðanir
- Umferðaröryggismat
- Umferðaröryggisáætlarnir