Viðhald gatna og stíga
Vegir, Stígur, Stígar, Götur, Gatnakerfi, Slitlög, Vegagerðin, Malbiksframkvæmdir, Malbik
Mikilvægt er að viðhalda gatnakerfinu vel svo ekki myndist hættur fyrir ökumenn með skemmdum og holum á slitlögum gatna.
EFLA hefur góða þekkingu og mikla reynslu á sviði viðhalds gatna og hefur unnið bæði fyrir Vegagerðina og sveitarfélög á því sviði í mörg ár.
Tengiliðir
Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir Skipulagsfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6073 / +354 665 6073 Netfang: elin.rita.sveinbjornsdottir@efla.is Reykjavík
EFLA hefur þjónustað sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg og haldið utan um gatnaviðhald hennar með svokölluðu PMS viðhaldskerfi. PMS kerfið heldur utan um ástandsmat gatna hverju sinni og spáir fyrir um þróun slitlaga og metur viðhaldsþörf til nokkurra ára. Út frá niðurstöðum er hægt að gera viðhaldsáætlanir til nokkurra ára í senn.
EFLA hefur einnig þjónustað önnur minni sveitarfélög og farið yfir ástand slitlags gatna og gert ástandsmat. Ástandsmatið metur þörf fyrir viðgerðir annars vegar og þörf fyrir endurnýjun slitlags hins vegar. Í öllum tilfellum er um að ræða malbikuð slitlög gatna. EFLA þjónustar einnig ýmsa aðila við viðhald gatna eins og við úttektir á ástandi slitlaga og skoðun m.a. á hugsanlega óeðilegum skemmdum.
Ástandsmat og viðhaldsþörf
Vanræksla á viðhaldi gatna getur haft margfaldan kostnað í för með sér. Mikilvægt er að huga jafn og þétt að viðhaldi gatna og gera reglulega ástandsmat og meta viðhaldsþörf hverju sinni. Með ástandsmati er síðan hægt að gera viðhaldsáætlanir til lengri tíma og finna þannig hagkvæmustu nýtingu fjármagns til viðhalds gatna.
Á meðal þjónustusviða eru
- Ástandsskoðanir
- Mat á skemmdum
- Mat á viðhaldsþörf
- Gerð viðhaldsáætlana
- Athuguð þróun núvirðis gatna
- Gerð útboðsgagna
- Eftirlit með viðhaldi gatna
EFLA hefur unnið við eftirlit með viðhaldi gatna í mörg ár og býr yfir mikilli reynslu á því sviði. Að auki er lögð áhersla á að fylgjast með rannsóknum á sviði malbikunar og endingu slitlaga þannig að veitt sé ráðgjöf í samræmi nýjustu þekkingu.