Steypurannsóknir
Steypurannsókn, Steypa, Múr, Rannsóknir, Múr, Forprófanir
Við undirbúning framkvæmda er mikilvægt að rannsaka og sannreyna steypu, múr eða önnur sementsbundin efni sem ætlunin er að nota í framkvæmdirnar.
Tengiliður
Guðni JónssonByggingarverkfræðingur M.Sc.Sími: +354 412 6091 / +354 665 6091Netfang: gudni.jonsson@efla.is
Rannsóknarstofa EFLU er vel tækjum búin til rannsókna og prófana og getur séð um allar helstu prófanir og rannsóknir á sviði múrs og steinsteypu þar með talið:
Prófanir á ferskri steypu og múr
- Loft, sigmál, rúmþyngd, hitamyndun, binditími, blæði, vatnsþörf o.fl.
Prófanir á harðnaðri steypu og múr
- Brotþol
- Þrýstiþol, beygjutogþol, kleyfniþol, brotorkumælingar o.fl.
- Fjaðurstuðull
- Lofttalning
- Frostþol
- Klórmagn
- Klórleiðni
Órjúfanlegur hluti af undirbúningi framkvæmda
Rannsóknir, forprófanir og eftirlit á steypuefnum og steyputegundum, sem ætlunin er að nota í framkvæmdir, eru órjúfanlegur hluti af undirbúningi framkvæmda. Góður undirbúningur í upphafi verka hefur þannig mikil áhrif á alla framvindu verkefnis hvort sem horft er til kostnaðar eða tíma.
Rannsóknarstofan hefur komið að fjölbreyttum verkefnum eins og t.d. framkvæmdum við:
- Kárahnjúkavirkjun
- Þeistareykjavirkjun
- Búðarhálsvirkun
- Kísilver á Bakka
- Vindmyllulund við Búrfell
- Bjarnarflagsvirkjun
„Rannsóknarstofa EFLU hefur þjónustað okkur í yfir 20 ár á sviði steypu- og jarðvegsrannsókna. Alla tíð hafa samskiptin verið góð og vinnan fagleg. Það er greinilegt að þarna er fólk með góða þekkingu sem og reynslu sem nýtist vel.“
„Rannsóknarstofa EFLU hefur þjónustað okkur með sérhæfðar rannsóknir á steypu og steinefnum undanfarin ár. Þjónustan er fagleg, traust og áræðanleg og gott aðgengi að sérfræðingum. Niðurstöður úr mælingum og prófunum skila sér fljótt og örugglega. Framsetning á niðurstöðum er skýr og til fyrirmyndar.“
Algengar spurningar og svör
Hvað þýðir þrýstiþolsflokkur C30/37?
Steypusýni í flokki C30/37 hafa að lágmarki 30 MPa þrýstistyrk sívalnings og 37 MPa þrýstistyrk tenings eftir geymslu í 28 daga í 20°C heitu vatni. Ef steypan stenst ákveðið þrýstiþol þá er hægt að segja til um hvort hún standist þær kröfur sem gerðar eru, t.d. ef um er að ræða C30/37 steypu þarf hún að ná 30 MPa sívalningsstyrk eftir 28 daga og geymslu við 20°C.
Af hverju eru steypusýni geymd í 28 daga við 20°C?
Þetta er gert skv. staðli og er þá hægt að bera saman steypuuppskriftir frá mismunandi aðilum og tímum. Hörðnunarhraði, lokastyrkur og aðrir eiginleikar steypunnar eru háðir hita- og rakastigi við hörðnunina.
Hvað eru hlutefni steypu, þ.e. efnin sem steypan samanstendur af?
Í grunninn samanstendur steypa af sementi, vatni, sandi og möl. Síðan eru ýmis önnur efni notuð við gerð steypu s.s. kísilryk, flugaska, slagg, flotefni og loftblendi.