Steypurannsóknir

Steypurannsókn, Steypa, Múr, Rannsóknir, Múr, Forprófanir

Við undirbúning framkvæmda er mikilvægt að rannsaka og sannreyna steypu, múr eða önnur sementsbundin efni sem ætlunin er að nota í framkvæmdirnar. 


Á rannsóknarstofu EFLU starfa sérfræðingar í fremstu röð og taka að sér slíkar prófanir og rannsóknir.

Tengiliður

Rannsóknarstofa EFLU er vel tækjum búin til rannsókna og prófana og getur séð um allar helstu prófanir og rannsóknir á sviði múrs og steinsteypu þar með talið:

Prófanir á ferskri steypu og múr

  • Loft, sigmál, rúmþyngd, hitamyndun, binditími, blæði, vatnsþörf o.fl.

Prófanir á harðnaðri steypu og múr

  • Brotþol
  • Þrýstiþol, beygjutogþol, kleyfniþol, brotorkumælingar o.fl.
  • Fjaðurstuðull
  • Lofttalning
  • Frostþol
  • Klórmagn
  • Klórleiðni

Órjúfanlegur hluti af undirbúningi framkvæmda

Rannsóknir, forprófanir og eftirlit á steypuefnum og steyputegundum, sem ætlunin er að nota í framkvæmdir, eru órjúfanlegur hluti af undirbúningi framkvæmda. Góður undirbúningur í upphafi verka hefur þannig mikil áhrif á alla framvindu verkefnis hvort sem horft er til kostnaðar eða tíma.

Rannsóknarstofan hefur komið að fjölbreyttum verkefnum eins og t.d. framkvæmdum við:

  • Kárahnjúkavirkjun
  • Þeistareykjavirkjun
  • Búðarhálsvirkun
  • Kísilver á Bakka
  • Vindmyllulund við Búrfell
  • Bjarnarflagsvirkjun

„Rannsóknarstofa EFLU hefur þjónustað okkur í yfir 20 ár á sviði steypu- og jarðvegsrannsókna. Alla tíð hafa samskiptin verið góð og vinnan fagleg. Það er greinilegt að þarna er fólk með góða þekkingu sem og reynslu sem nýtist vel.“

Kristinn Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri - Steinsteypir ehf

„Rannsóknarstofa EFLU hefur þjónustað okkur með sérhæfðar rannsóknir á steypu og steinefnum undanfarin ár. Þjónustan er fagleg, traust og áræðanleg og gott aðgengi að sérfræðingum. Niðurstöður úr mælingum og prófunum skila sér fljótt og örugglega. Framsetning á niðurstöðum er skýr og til fyrirmyndar.“

Kristinn Lind Guðmundsdóttir
Jarðfræðingur - Steypustöðin

Algengar spurningar og svör

Hvað þýðir þrýstiþolsflokkur C30/37?

Steypusýni í flokki C30/37 hafa að lágmarki 30 MPa þrýstistyrk sívalnings og 37 MPa þrýstistyrk tenings eftir geymslu í 28 daga í 20°C heitu vatni. Ef steypan stenst ákveðið þrýstiþol þá er hægt að segja til um hvort hún standist þær kröfur sem gerðar eru, t.d. ef um er að ræða C30/37 steypu þarf hún að ná 30 MPa sívalningsstyrk eftir 28 daga og geymslu við 20°C.

Af hverju eru steypusýni geymd í 28 daga við 20°C?

Þetta er gert skv. staðli og er þá hægt að bera saman steypuuppskriftir frá mismunandi aðilum og tímum. Hörðnunarhraði, lokastyrkur og aðrir eiginleikar steypunnar eru háðir hita- og rakastigi við hörðnunina.

Hvað eru hlutefni steypu, þ.e. efnin sem steypan samanstendur af?

Í grunninn samanstendur steypa af sementi, vatni, sandi og möl. Síðan eru ýmis önnur efni notuð við gerð steypu s.s. kísilryk, flugaska, slagg, flotefni og loftblendi.

IMG_9676

IMG_9870

IMG_9856


Var efnið hjálplegt? Nei