Rannsóknir og þróun
R & D, R&D, rannsóknir, rannsóknarverkefni, þróunarverkefni, rannsóknaverkefni, Nýsköpun
EFLA vinnur að ýmsum rannsóknar- og þróunarverkefnum hvort sem um er að ræða nýja tækni eða þjónustu, nýsköpun og rannsóknarferli í víðum skilningi.
Við vinnum með fyrirtækjum að mótun rannsóknarverkefna og höfum komið að slíkum verkefnum með beinu starfi eða ráðgjöf.
Tengiliður
Hafsteinn HelgasonÞróun - SviðsstjóriSími: +354 412 6102Netfang: hafsteinn.helgason@efla.is
Við höfum unnið með erlendum aðilum sem vilja setja upp rannsóknarverkefni á Íslandi eða fá til liðs við sig íslenskt rannsóknarteymi eða fyrirtæki. Þá höfum við tekið að okkur að sækja um styrki og setja upp fjárhagsáætlun verkefna ásamt því að stýra slíkum verkefnum.
Á meðal þjónustusviða eru
Mat hugmynda að rannsóknum og þróun er varða:
- Tæknileg málefni
- Arðsemismat og viðskiptaáætlanir
- Umhverfis- og öryggistengd málefni
- Fjármögnunartengd mál og ráðgjöf er varðar styrki
- Ráðleggingar á sviði hönnunarverndar og einkaleyfismál
Undirbúningur og skipulag til að koma rannsóknar- og þróunarverkefnum í farveg:
- Þekkingarráðgjöf
- Styrkumsóknir
- Val á samstarfsaðilum
- Ferli og aðferðafræði
- Samningamál
- Niðurröðun og skipulag aðgerða
Aðstoð við innleiðingu og vinnslu verkefna:
- Tæknileg ráðgjöf
- Umhverfisráðgjöf
- Viðskiptatengd ráðgjöf
- Stýring rannsóknarverkefna