Viðskiptaþróun

Rannsóknir, rannsóknir og þróun, R&D, þróun, rannsóknaverkefni, þróunarverkefni, þróun viðskipta

Viðskiptaþróun veitir þjónustu fyrir viðskiptavini EFLU og öðrum sviðum innan EFLU. Verkefni sviðsins skiptist í tvo meginmálaflokka, viðskiptaþróun annars vegar og rannsóknir og þróun hins vegar.


Viðskiptaþróun vinnur að framgangi verkefna viðskiptavina á upphafsstigum eða lengra komnum, hvort heldur með öðrum sviðum EFLU eða sjálfstætt. 

Tengiliður


Viðskiptavinir okkar eru t.d. fyrirtæki og sjóðir sem huga að nýrri eða aukinni starfsemi á Íslandi. Einnig erlend fyrirtæki sem horfa til landsins með fjárfestingu eða íslenskir aðilar sem þurfa að greina hæfi síns reksturs eða rekstrarhugmyndar. 

Á meðal þjónustusviða eru

Mat viðskiptahugmynda, rannsóknar- og þróunarverkefna:

 • Tæknileg málefni
 • Arðsemismat og viðskiptaáætlanir 
 • Umhverfis-, öryggis- og skipulagstengd málefni
 • Samfélagsleg málefni
 • Fjármögnunartengd mál og ráðgjöf er varðar styrki og niðurgreiðslur
 • Leyfistengd mál 
 • Lögfræðilegar ráðleggingar 

Undirbúningur og skipulag fram að gangsetningu verkefna:

 • Þekkingarráðgjöf
 • Val á samstarfsaðilum 
 • Ferlar og aðferðafræði 
 • Samningamál 
 • Niðurröðun og skipulag aðgerða 
 • Samskipti við yfirvöld 

Aðstoð við innleiðingu og vinnslu:

 • Fulltrúi eigenda og þróunaraðila verkefna 
 • Yfirfærsla verkefna til vinnslu 
 • Stjórn verkefna/framkvæmda 
 • Utanumhald og samskipti við viðskipta- og þróunaraðila 
 • Vottun verkferla og umsjón 

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei