Umhverfi
Aðalskipulag
Skipulagsmál, Skipulagsáætlun
Áhættumat starfa, heilsu, öryggis og vinnuverndarmál
Vinnuverndarmál, Áhættumat starfa, Áhættumat heilsu og öryggis, Vinnuvernd, Hollustuhættir, Öryggi á vinnustöðum, Vinnuvernd, Vinnuverndarlög, Heilbrigði á vinnustað
Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnuverndarlögin) nr. 46/1980, ber atvinnurekandi ábyrgð á að
gerð sé skrifleg áætlun, sem byggir á áhættumati, um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum.
EFLA er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði öryggis- og heilbrigðismála og veitir heildstæða þjónustu í öryggis- og vinnuverndarmálum.
Áhættustjórnun og áhættugreiningar
Áhættustjórnunarkerfi, Áfallaþolsgreining, Atburðastjórnun Áfallaþolsgreiningar, Áhættugreining, Sprengigreining
Áhættur í samfélaginu breytast með tíð og tíma og þau kerfi og ferlar sem nauðsynlegir eru til mótvægis þarf sífellt að endurskoða og uppfæra.
Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu á breiðu sviði áhættugreininga, áfallaþolsgreininga og áhættustjórnunar og veita fjölbreytta þjónustu á sviðinu.
BREEAM fyrir skipulag – vistvottun skipulagsáætlana
BREEAM, BREEM, BREAM, Vistæn hönnun, Vistvænar byggingar, Vottun bygginga, Byggingavottun, Vistvæn byggingarvottun, Umhverfisvottun bygginga, Vistvottunarkerfi, Vottun bygginga, skipulag, skipulagsáætlun, sjálfbær, hönnun,
Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu á lausnum er snúa að vistvænni og sjálfbærri hönnun skipulags og mannvirkja, og hafa réttindi til að sinna BREEAM vistvottunum fyrir skipulagsáætlanir, nýbyggingar, endurgerð bygginga, byggingar í rekstri og nú nýlega einnig vistvottun á innviðum.
Deiliskipulag
Skipulagsmál, Skipulag, Aðalskipulag, Sveitarfélag, Deiliskipulagsáætlun
Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags. EFLA býður einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum upp á aðstoð við gerð deiliskipulags.
Drónar
Flygildi, Drónaflug, Flug með dróna, Flug með drónum, Dróni
Skoðun og vöktun úr lofti með dróna er ný leið til kortlagningar og greiningar á ástandi mannvirkja og svæða.
EFLA býður upp á þjónustu þar sem framkvæmdar eru skoðanir með drónum á nákvæman, öruggan og hagstæðan máta.
Efnamál
Efni, Efnastjórnun, Meðhöndlun efna, Öryggi efna
Notkun og meðhöndlun efna getur haft áhrif á heilsu og öryggi manna og umhverfi. Það er því lagaleg skylda atvinnurekenda að hafa til staðar öryggisblöð á íslensku fyrir öll varasöm efni sem notuð eru hjá fyrirtækinu.
Sérfræðingar EFLU á sviði efnaverkfræði veita ráðgjöf og sjá um fræðslu varðandi efnastjórnun og efnaáhættumat.
Ferðamannastaðir
Ferðamenn, Ferðastaðir, Ferðaþjónusta, Ferðaþjónustan, Uppbygging ferðamannastaða, Túristastaðir, Ferðamannastaður, Innanlandsferðir
EFLA veitir einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum alhliða ráðgjöf og aðstoð varðandi uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar á Íslandi. Eitt af meginhlutverkum EFLU er að stuðla að framförum í samfélaginu og þar með að farsælli þróun atvinnugreinarinnar.
Flokkun landbúnaðarlands
Skipulagsmál, Landbúnaðarland,
Fráveitur og ofanvatnskerfi
Ofanvatnslausnir, Veitukerfi, Fráveitukerfi, Fráveitumál, Innviðir, Fráveituhreinsun, Veitumannvirki, Blágrænar ofanvatnslausnir, Skólphreinsun, Flóðaútreikningar, Salernislausnir, Þurrklósett.
Fráveitur og örugg veitukerfi eru ein af grunnstoðum nútíma velferðarsamfélags og er EFLA leiðandi í ráðgjöf á sviði fráveituhreinsunar, hönnunar veitukerfa og veitumannvirkja.
Granni - landupplýsingakerfi
Granni, kortakerfi, kortagrunnur
Granni gerir sveitarfélögum unnt að miðla mikilvægum upplýsingum til íbúa og þjónustuaðila á einfaldan og skýran hátt í gegnum kortavefsjá. Með Granna er unnt að vista upplýsingar er varða starfsemi sveitarfélagsins í miðlægan gagnagrunn og gera þær aðgengilegar fyrir viðeigandi starfsmenn á skýran og gagnvirkan hátt.
Gróðurveggir
Plöntur, Plöntuveggur, Innivist, Gróður, Garðyrkja, Blómaveggur, Gróðurveggur
Vinsældir gróðurveggja hafa aukist mikið á undanförnum árum, m.a. vegna nýrrar tækni og aukinnar þekkingar varðandi uppsetningu og umhirðu slíkra veggja.
Hjá EFLU starfa sérfræðingar á sviði garðyrkjutækni, lýsingar, lagna og loftræsingar, sem sjá um hönnun, viðhald og uppsetningu á gróðurveggjum.
Græn fjármögnun
Græn skuldabréf, Skuldabréf, Græn verkefni
Í dag er gerð sú krafa til stofnana og fyrirtækja að bæði eigin starfsemi og ráðstöfun fjármuna sé hagað með þeim hætti að stutt sé við sjálfbæra þróun, ábyrga notkun auðlinda og að lagt sé af mörkum til loftslagsmála. Sérfræðingar EFLU aðstoða útgefendur grænna skuldabréfa að skilgreina verklag og draga saman nauðsynlegar upplýsingar varðandi græn verkefni.
Grænt bókhald og útstreymisbókhald
Umhverfisbókhald, Umhverfisskýrsla, Kolefnisbókhald
Fyrirtæki sem geta valdið mengun með starfsemi sinni ber lagaleg skylda til að veita almenningi, félagasamtökum og stjórnvöldum upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í starfseminni sbr. reglugerð um grænt bókhald.
Sérfræðingar EFLU veita ráðgjöf við gerð græns bókhalds, útstreymisbókhalds og endurskoðun þess. Þá veitir EFLA einnig ráðgjöf við gerð losunarskýrslna vegna viðskiptakerfis um losunarheimildir.
Göngu- og hjólastígar
Göngustígur, Göngustígar, Hjólastígur, Hjólastígar, Hjólreiðar
Hjólreiðar eru sífellt að verða algengari ferðamáti bæði innanlands og erlendis. Um allan heim er litið til hjólreiða sem hluta af lausninni við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og útþenslu gatnakerfisins.
Starfsmenn EFLU hafa mjög góða þekkingu á kröfum og aðstæðum hjólreiðamanna og veita fjölþætta þjónustu á því sviði. Verkefnin spanna allt frá rýni á útfærslum og skipulagi til forhönnunar lausna sem og endanleg hönnun þeirra.
Hávaðastjórnun
Hávaði, Stjórnun hávaða, Umhverfishávaði, Hljóðvist, Hljóðtruflun
Hávaði í umhverfinu og innan bygginga er vaxandi vandamál. EFLA veitir ráðgjöf til að sporna við hávaðaútbreiðslu og við að draga úr og einangra fyrir hávaða.
Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun
Heimsmarkmið, Sameinuðu þjóðirnar, Sjálfbær þróun, Sjálfbærni
Sérfræðingar EFLU aðstoða fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við stefnumótun í takt við heimsmarkmiðin 17 og aðstoða við að innleiða þau sem hluta af starfsemi sinni.
Hljóðvistarráðgjöf
Hljóðvist, Hávaði, Hávaðastjórnun, Hljóð, Innivist, Hljóðráðgjöf
Góð hljóðvist í byggingum er einn af þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á afkastagetu, vellíðan og einbeitingu notenda.
Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga
Húsnæðisáætlun, Sveitarfélög, Húsnæðismál
Nú hafa stjórnvöld sett fram kröfur á sveitarfélög um að skila húsnæðisáætlunum til að varpa ljósi á stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu. Húsnæðisáætlunin þarf að taka tillit til næstu fjögurra og átta ára í senn ásamt því að uppfæra þarf áætlunina árlega.
Húsnæðisáætlun er heildstæð samantekt á stöðu húsnæðismála í sveitarfélögum og tekur á félagslegum, hagrænum og skipulagslegum þáttum.
Jarðfræði og bergtækni
Jarðgöng, Virkjanir, Jarðfræðirannsóknir
EFLA veitir alhliða ráðgjöf þegar kemur að jarðfræði og bergtækni fyrir margvíslega mannvirkjagerð. Sérfræðingar okkar búa yfir víðtækri reynslu á sviði jarðfræði og bergtækni bæði hvað varðar burðarþol, jarðeðlisfræði, hönnun, ráðgjöf og eftirlit.
Jarðgöng
Jarðgangagerð, Jarðgangnagerð, Veggöng, Undirgöng
Sérfræðingar EFLU hafa mikla og fjölbreytta reynslu af jarðgangagerð bæði vegganga og vatnsaflsganga. Þannig höfum við t.d. séð um hönnun jarðgaga, verkeftirlit, hönnun fjarskipta, raflagna, lýsingar og hönnunarstjórnun.
Jarðstrengir
Lagnir á jarðstrengi, Lagnir jarðstrengs, Jarðstrengslagnir
EFLU býður upp á alhliða ráðgjöf varðandi undirbúning, hönnun og framkvæmd jarðstrengslagna á öllum spennustigum.
Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í undirbúningi og hönnun á jarðstrengslögnum við breytilegar og oft mjög krefjandi umhverfisaðstæður.
Jarðtækni og grundun
Jarðtæknirannsóknir, Jarðkönnun, Jarðlög, Jarðvinnuverk
Eitt af því fyrsta sem þarf að gera við undirbúning framkvæmda er að huga að jarðtæknilegum aðstæðum, en slíkar grundvallarupplýsingar eru nauðsynlegar við hönnun mannvirkja af nánast hvaða tagi sem er.
EFLA hefur mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun jarðtæknirannsókna. Til slíkrar rannsóknarvinnu hefur EFLA yfir að ráða slagbor auk annars handbúnaðar og rekur jafnframt eigin rannsóknarstofu.
Jarðtæknirannsóknir
Jarðtækni, Efnisrannsóknir, Rannsóknir efna, Efnarannsókn, Jarðrannsókn
Á rannsóknarstofu EFLU starfa sérfræðingar í fremstu röð á sviði jarðtækni og hafa mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun jarðtæknirannsókna.
Kolefnisspor og kolefnisbókhald
Life Cycle Assessment, Carbon Footprinting, Kolefnisútreikningur, Vistferilsgreining, LCA, Lífsferilsgreiningar, Greiningar lífsferils, Lífsferill, sótspor, kolefnisfótspor, kolefnaspor, vistspor, lífsferilshugsun
Kolefnisspor (e. carbon footprint) er samantekt á losun gróðurhúsalofttegunda vegna beinna og óbeinna athafna mannsins. Hjá EFLU starfar hópur sérfræðinga með áralanga reynslu af útreikningi á kolefnisspori, gerð vistferilsgreininga og tengdri ráðgjöf.
Kort og kortagrunnar
Autocad, Kortagrunnur, Landslagsgreining
EFLA veitir ráðgjöf á sviði korta og kortagrunna sem unnir eru í hugbúnaði eins og ArcGis, Microstation og Autocad. Sérfræðingar EFLU búa yfir faglegri reynslu og mikilli þekkingu er varðar vinnslu korta og kortagrunna.
Kortlagning gistirýma
Ferðaþjónusta, Gistinætur, Gistinótt, Ferðamennska
Við gerð framtíðaráætlana er mikilvægt að hafa góða yfirsýn og styðjast við góða greiningu á forsendum. Með kortlagningu á tegund og dreifingu gistirýma fæst góð yfirsýn yfir stöðuna sem unnt er að byggja á við stefnumótun og markmiðasetningu í málaflokknum.
Sérfræðingar EFLU búa yfir mikilli alhliða þekkingu og víðtækri reynslu á sviði forsendugreininga, kortlagningar í landupplýsingakerfi og framkvæmd fjölbreyttra verkefna sem snúa að ferðaþjónustu, landupplýsingakerfum, kortlagningu og skipulagi.
Landmælingar
Hæðarmælingar, Mæla land, Landlíkön, Kortagerð
Landmælingar geta verið allt frá einföldum hæðarmælingum upp í hátæknimælingar með notkun dróna.
Starfsmenn EFLU búa yfir mikill reynslu í landmælingum ásamt því að nota nýjasta tækjabúnaðinn til slíkra verka.
Landskipti/landamerki
Skipting lands, Uppdráttur, Landamerki, Jarðir, Jörð, Landnúmer
Landslags- og garðyrkjutækni
Uppbygging og rekstur opinna svæða, Græn svæði, Garðyrkja, Landslagshönnun, Landslagsarkitekt
Við hönnun og uppbyggingu grænna svæða er mikilvægt að efni og tegundir séu valin með hliðsjón af þeim tilgangi sem svæðinu er ætlað að uppfylla og álagi.
Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem veita ráðgjöf varðandi hönnun, uppbyggingu og rekstur opinna og grænna svæða.
Landslagsarkitektúr
Landslagshönnun, Arkitektur, Hönnun lands,
Undir landslagsarkitektúr fellur öll meðferð og mótun lands, allt frá skipulagi stærri svæða, skipulagsuppdráttum og yfir í hönnun á manngerðu umhverfi. Með góðri landslaghönnun er stuðlað að því að auðga umhverfið með notagildi, fagurfræði og sjálfbærni í huga. Vönduð hönnun skilar sér í markvissum framkvæmdum og sparnaði þegar að upp er staðið.
Þverfagleg ráðgjöf EFLU gerir það að við getum veitt heildarlausnir við vinnslu verkefna í nánu samstarfi við verkkaupa.
Loftgæði og dreifing mengunar
Loftgæði, Mengun, Mengunarvarnir, Veðurmæling
Mat á loftgæðum með notkun loftgæðalíkana er matsaðferð sem nýtist vel við að meta áhrif framkvæmdar á loftgæði og til að athuga hvernig framkvæmdin samlagast öðrum uppsprettum mengunar í nágrenninu.
Sérfræðingar EFLU veita ráðgjöf varðandi loftgæði þannig að auðveldara er að meta áhrif mismunandi lausna við hönnun og skipulag og finna þann valkost sem hefur minnst áhrif á umhverfið.
Lýsingarhönnun
Lýsing, Lýsingarkerfi, Lýsingarhönnuður, Lýsingartækni, Innivist
EFLA hannar lýsingar- og ljósastýrikerfi í allar gerðir mannvirkja fyrir almenna lýsingu, sérlýsingu og skrautlýsingu jafnt utandyra sem innan.
Mat á umhverfisáhrifum
MÁU, Umhverfisáhrif, Frummatsskýrsla, Fyrirspurn um matsskyldu, Matskylda, Matsáætlun, Tillaga að matsáætlun, Framkvæmdaleyfi, Umhverfismat
Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda (MÁU) er ferli sem notað er við að meta hugsanleg umhverfisáhrif framkvæmda á kerfisbundin hátt og draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum. Þetta ferli er nauðsynlegur þáttur í undirbúningi stærri framkvæmda sem falla undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021
Matarspor
Matarreiknir, Matarreiknivél, Reiknivél, Kolefnisspor matar
Matarspor er þjónustuvefur fyrir mötuneyti og matsölustaði þar sem reikna má út og bera saman kolefnisspor mismunandi máltíða og rétta. Kolefnisspor máltíðanna er sett í samhengi við það hversu langt þyrfti að aka fólksbíl til að losa sama magn gróðurhúsalofttegunda.
Ofanflóðavarnir
Snjóflóð, krapaflóð, aurflóð, vatnsflóð, varnargarðar, stoðvirki, þvergarðar, leiðigarðar
Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem veita alhliða ráðgjöf varðandi hönnun ofanflóðavarna.
Við undirbúning og hönnun varnarmannvirkja er lögð áhersla á langan endingartíma þeirra og lágmörkun viðhalds.
Rafmagns- og tæknikerfi mannvirkja
Öryggiskerfi, Tæknikerfi mannvirkja, Rafmagnskerfi, Tæknikerfi, Gagnaflutningskerfi, Rafkerfi, Rafkerfahönnun, Raforkukerfi
Rammaskipulag
Skipulagsmál, Sveitarfélög, Aðalskipulag
Rannsóknarstofa
Prófanir, Steinsteypa, Jarðtækni, Steypa, Rannsókn, Múr, Sýnataka, Sýni
EFLA hefur starfrækt rannsóknarstofu síðan 1997 og þar eru framkvæmdar rannsóknir og prófanir á múr, steinsteypu og jarðefnum, efnagreiningar á vatni ásamt sýnatöku og greiningu á myglu.
Samfélagsábyrgð
Samfélagsleg ábyrgð, Global Compact, Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, Social responsibility
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og stofnana felur í sér að þau skipuleggi starfsemi sína með markvissum hætti þannig að áhrif þeirra verði jákvæð fyrir samfélagið.
EFLA aðstoðar fyrirtæki við að setja fram sín samfélagslegu málefni og innleiðingu samfélagsábyrgðar.
Skipulagsmál
Skipulagsáætlanir, Umhverfismat áætlana, Stefnumótun, Landnotkun, Byggðaþróun, Landslagsgreiningar, Aðalskipulag, Deiliskipulag, Rammaskipulag, Skipulagsáætlun, Starfsleyfi
EFLA aðstoðar einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við gerð skipulagsáætlana í heild eða einstaka þætti þeirra. Einnig veitir EFLA heildstæða ráðgjöf um umhverfismat áætlana.
Staðar- og kostaval
Staðarval, kostaval, valkostagreining, GIS based Multi criteria decision analysis, skipulag, vindorka, sorpurðun, framkvæmdakostir, verndaráætlun, þolmörk, iðnaður, fjölþátta ákvarðanagreining, margþátta ákvarðanagreining, landupplýsingakerfi
Við staðarval og valkostagreiningu þarf oft að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða og áhrifaþátta sem snúa að hagkvæmni og líftíma framkvæmda. Hjá EFLU starfa sérfræðingar með mikla reynslu og þekkingu í landupplýsingakerfum og staðarvali fyrir ólíkar framkvæmdir.
Starfsleyfi fyrir mengandi atvinnustarfsemi
Starfsleyfi, Mengun, Mengandi starfsleyfi, Mengunarvarnir, Umhverfismælingar, Umhverfisvöktun
Atvinnurekstur og framkvæmdir sem geta haft í för með sér mengun þurfa sérstakt starfsleyfi vegna rekstursins.
Sérfræðingar EFLU veita ráðgjöf á rekstartíma varðandi kröfur starfsleyfa, t.d. umhverfismælingar, umhverfisvöktun, grænt bókhald, umhverfisskýrslugerð og annað sem upplýsa þarf leyfisveitanda um.
Svæðisskipulag
Skipulagsmál, Sveitarfélög
Sýndarveruleiki (VR)
Virtual reality, VR, Þrívíð, Þrívídd, Þrívíðarlíkan, 3D, 3D reality, Þrívíð
Sérfræðingar EFLU búa yfir margra ára reynslu í tæknilegum lausnum og framsetningu þeirra í þrívíddargrafík og sýndarveruleika. Orðið sýndarveruleiki er notað til að lýsa þrívíðu tölvugerðu gagnvirku umhverfi sem líkir eftir afmörkuðu sviði veruleikans sem notandinn getur skoðað og oftast haft áhrif á með aðgerðum sínum.
Umferðarhávaði
Hávaði frá umferð, Umferð, Ökutækjahávaði, Flugumferðarhávaði, Hávaðamörk, Flughávaði, Hávaðamengun, Ökutækjahávaði, Hljóðkort, Samgönguhávaði
Undanfarin ár hefur áhersla og umfjöllun um hljóð og hávaða aukist, sérstaklega í þéttbýli. Rannsóknir hafa sýnt að of mikil hávaðaáraun getur haft neikvæð áhrif á heilsu og velferð manna.
Umhverfis- og efnamælingar
Efnismælingar, Efnamælingar, Vöktunarmælingar, Frárennsli, Loftgæði, Mengun, Efnagreiningar, Loftgæðamælingar, Rennslismælingar, Símælingar, Gasmæling
Rannsóknarstofa EFLU framkvæmir alhliða vöktunarmælingar og efnagreiningar á vatni, t.d. í frárennsli matvælafyrirtækja, kælivatni iðnfyrirtækja og skolpfrárennsli frá sveitarfélögum.
Jafnframt framkvæmir rannsóknarstofan greiningar á loftgæðum, raka og myglu í húsnæði, gasmælingar frá urðunarstöðum og mælingar á mengun og næringarefnum í jarðvegi.
EFLA hefur starfrækt rannsóknarstofu á annan áratug og hafa sérfræðingar hennar öðlast mikla reynslu og þekkingu á frárennsli, mengunar- og efnagreiningum.
Umhverfis- og öryggisstjórnun og vottanir
ISO 14001, ISO 45001, Umhverfisvottun, Umhverfisstjórnun, Umhverfismál, Vottun, Vottanir, Innivist, Áhættumat starfa, Vinnuvernd, Öryggisvottun, Öryggismál
Fyrirtæki, stór sem smá, taka í æ ríkari mæli ábyrgð á eigin áhrifum á umhverfið.
Sérfræðingar EFLU hafa áralanga reynslu af að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að taka á umhverfismálum í sínum rekstri, allt frá stefnumótun til innleiðingar á heildstæðri vottaðri umhverfisstjórnun, t.d. skv. ISO 14001.
Umhverfismat áætlana
MÁU, Leyfisveitingar, Umhverfisáhrif, Framkvæmdaleyfi, Umhverfismat
Umhverfismat áætlana felst í því að meta líkleg áhrif skipulags- og framkvæmdaáætlana á umhverfið. Niðurstöðurnar eru nýttar til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda.
EFLA sinnir gerð umhverfismats áætlana fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
Umhverfisvöktun
Vöktun umhverfis, Loftgæði, Loftgæðavöktun, Vöktunarbúnaður, Loftgæðamælingar, Mengunarmæling, Símæling, Svifryk
Með umhverfisvöktun er fylgst með árangri fyrirtækja gagnvart lagalegum kröfum líkt og starfsleyfis ásamt því að vera lögbundinn upplýsingaréttur almennings.
Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu og þekkingu hvað varðar umhverfisvöktun fyrirtækja ásamt greiningu og birtingu gagna.
Uppbygging og rekstur íþróttasvæða
Golfvöllur, Golfvellir, Golf, Knattspyrnuvöllur, Gervigrasvöllur, Fótboltavöllur, Íþróttavöllur, Íþróttasvæði
Með réttri uppbyggingu og umhirðu íþróttasvæða má auka álagsþol valla og þar með notkun og endingartíma.
Sérfræðingar EFLU veita alhliða ráðgjöf varðandi uppbyggingu og rekstur íþróttasvæða, s.s. golf- og knattspyrnuvalla.
Úrgangur og endurvinnsla
Endurunnin, Sorpmál, Sorpmálefni, Urðun, Urðunarstaður, Urðunarstaðir, Gassöfnun, Úrgangsmál, Úrgangsmálefni, Sorpmeðhöndlun, Úrgangsstjórnun, Endurvinnsla, Sorp, Rusl
Stöðugt fellur til úrgangur og endurvinnsluefni hjá heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Samfélagið og lagaumhverfið kalla í auknum mæli á að dregið sé úr myndun úrgangs og að úrgangi sé skilað til endurvinnslu.
EFLA aðstoðar sveitarfélög og fyrirtæki við að finna hagkvæmar lausnir bæði út frá kostnaðarlegum, rekstrarlegum og umhverfislegum sjónarmiðum.
Vatnsveitur
Vatn, Lagnakerfi, Neysluvatn, Veitur, Drykkjarvatn, Ferskvatn, Hitaveituvatn, Vatnsból, Vatnsgæði, Vatnsveitumannvirki, Veitukerfi
Vatnsauðlind Íslendinga er ein af okkar mikilvægustu verðmætum og þarf nýting hennar að byggja á skynsemi og vönduðum vinnubrögðum.
Ráðgjafar EFLU í vatnsveitum hafa mikla reynslu af hönnun vatnsveitumannvirkja og lagnakerfa.
Verkefnastjórnun
Verkefni, Stjórnun verkefna, MPM, Verkefnastjóri, Verkefnastjórar, Innivist
Öll verkefni kalla á sérhæfða verkefnastjórnun sem tekur mið af stærð, umfangi og flækjustigi hverju sinni. Gerðar eru kostnaðar- og tímaáætlanir í þeim smáatriðum sem skipta máli til að skila verkefnum áfram á markvissan hátt.
Verkefnastjórar EFLU eru þjálfaðir í að skynja og greina hættur sem stafa kunna að verkefninu og að bregðast við án tafar af reynslu, þekkingu og innsæi.
Vindorka, staðarval og stefnumótun
Vindorka, staðarval, vindmyllur, vindorkunýting, vindorkusvæði, vindorkugarðar, vindorkuver, vindorkuverkefni, orkustefna, orkunýting, orku- og landnýting, landupplýsingakerfi
Val á svæðum fyrir nýtingu á vindorku getur verið flókið ferli þar sem taka þarf tillit til margvíslegra þátta sem hafa ólík og mismikil áhrif á staðarvalið. Undanfarin ár hafa sérfræðingar hjá EFLU unnið fjölmörg verkefni tengd vindorku og öðlast reynslu og færni sem getur nýst sveitarfélögum við staðarval, stefnumótun og undirbúning slíkra verkefna.
Vistferilsgreiningar og umhverfisyfirlýsingar
LCA, Life cycle assessment, Life Cycle, Vistspor, Kolefnisspor
EFLA er leiðandi ráðgjafi í gerð vistferilsgreininga (e. Life Cycle Assessment) á Íslandi. Vistferilsgreining eða lífsferilsgreining er aðferðafræði sem notuð er til að meta umhverfisáhrif vöru eða þjónustu yfir líftímann („frá vöggu til grafar“) og til að reikna út vistspor eða kolefnisspor vöru og þjónustu.
Vistvæn hönnun og BREEAM vottanir
BREEAM, BREEM, BREAM, Vistæn hönnun, Vistvænar byggingar, Vottun bygginga, Byggingavottun, Vistvæn byggingarvottun, Umhverfisvottun bygginga, Vistvottunarkerfi, Vottun bygginga
Markmið vistvænnar hönnunar og vottunar er að byggingar og innviðir hafi sem minnst umhverfisáhrif á líftíma sínum, séu heilsusamlegir fyrir notendur og að viðhaldsþörf verði sem minnst.
Þjónustuútboð
Útboð á þjónustu, Opinber innkaup, Veitutilskipun, Útboðsgögn
EFLA hefur séð um þjónustuútboð fyrir viðskiptavini. Bæði er um að ræða þjónustu sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum um opinber innkaup eða veitutilskipun eða þá útboð sem verkkaupi ákveður sjálfur að bjóða út.
Þrívíddarskönnun
Þrívíð módel, 3D, Skanni, Loftmyndir, Hæðarmódel, Hæðarlínur, Kortagerð, Kortlagning, Landmódel, Líkön úr þrívídd
Með þrívíddarskönnun er hægt að búa til þrívíð módel af byggingum og mannvirkjum. Slík módel má nýta til uppmælinga, skrásetningar og hönnunar.
EFLA hefur yfir að ráða einum öflugasta þrívíddarskanna landins sem er af gerðinni Trimble TX8 og hefur víðtæka reynslu af skönnun verkefna í þrívídd.
Þrívíddarskönnun - Matterport
þrívíddarskönnun, þrívíð, sjónskráning, þrívíddarumhverfi, Matterport, Notendaviðmót, módel, snjalltæki, tölvur, þrívíddarmódel
Notendavæn miðlun raunheima til skoðunar og mælinga.
Öryggishönnun
Öryggisvarnir, Áhættugreining, Öryggisstig, Öryggismál, Varnir, Öryggisbúnaður
Öryggismál í framkvæmdum
Öryggisstjórnun, öryggismálefni, öryggi og heilbrigði á vinnustöðum, öryggisskipulag
Mikil framför hefur verið í öryggismálum á Íslandi undanfarin ár. Við allar framkvæmdir þarf öryggisstjórnun.
Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem hafa mikla reynslu af öryggismálum framkvæmda. Í hverju verkefni felast áhættur sem þarf að greina til að koma í veg fyrir slys og önnur óhöpp í framkvæmdinni.