Áhættumat starfa, heilsu, öryggis og vinnuverndarmál

Vinnuverndarmál, Áhættumat starfa, Áhættumat heilsu og öryggis, Vinnuvernd, Hollustuhættir, Öryggi á vinnustöðum, Vinnuvernd, Vinnuverndarlög, Heilbrigði á vinnustað

Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnuverndarlögin) nr. 46/1980, ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun, sem byggir á áhættumati, um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum.


EFLA er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði öryggis- og heilbrigðismála og veitir heildstæða þjónustu í öryggis- og vinnuverndarmálum.

Tengiliðir

Þegar áhættumat starfa er framkvæmt er nauðsynlegt að matið sé gert af aðila, sem hefur færni og þekkingu til þess. Vinnueftirlit ríkisins hefur viðurkennt EFLU sem þjónustuaðila sem veitir heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum.  

Hjá EFLU starfa sérfræðingar í áhættugreiningu á vélum og tækjum, notkun á hættulegum efnum og umhverfisþáttum. 

Að auki er EFLA í samstarfi við Heilsuvernd, sem sér um áhættugreiningu á hreyfi- og stoðkerfi, sem og á félagslegum og andlegum þáttum.

Hluti af góðum fyrirtækjarekstri

Öryggismál og gott vinnuumhverfi tengist beint góðum fyrirtækjarekstri og afköstum starfsmanna og eru skýr vottur um góða öryggismenningu fyrirtækisins.

Á meðal þjónustusviða eru

 • Áhættumat starfa, með það að markmiði að koma á skipulegri vinnuvernd með stöðugar umbótir í huga
 • Áhættumat allra þátta vinnuverndar
 • Eftirfylgni með virkni áhættumats
 • Eftirfylgni með störfum öryggisnefndar
 • Þjálfun og fræðsla um vinnuvernd
 • Reglulegt öryggiseftirlit í fyrirtækjum

Sértæk ráðgjöf

 • Hljóðvist, sem er einn af þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á afkastagetu starfsmanna
 • Mat á loftgæðum og góðri innivist, sem hefur áhrif á frammistöðu og vellíðan starfsfólks
 • Góð lýsing og birtustýring, sem hefur veruleg áhrif á upplifun, afköst og líðan starfsmanna
 • Meðhöndlun og stjórnun efna, sem geta haft áhrif á heilsu og öryggi manna og umhverfis
 • Vélar, rafbúnaður og öryggishlutar stýrikerfa þ.e. CE merkingar
 • Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisáætlun verklegra framkvæmda
 • Öryggisstjórnun í fyrirtækum

Hvað felur áhættumat starfa í sér?


Áhættumat starfa felur í sér að störf starfsmanna eru metin út frá áhættu í vinnuumhverfi, þar sem áhættuþættir eru skráðir skipulega niður með það að markmiði að koma á betra öryggi, aðbúnaði og hollustuháttum á vinnustaðnum. 

Áhættumat starfa er lifandi ferli sem þarf stöðugt að uppfæra og er aðkoma starfsmanna lykilatriði. 

Matið tekur tillit til ákveðinna álagsþátta starfsmanna við vinnu sína og ber þar fyrst og fremst að nefna:

 • Umhverfisþætti s.s. hljóðvist, birtu, inniloft, titring o.s.frv.
 • Tækjabúnað, vélar, húsbúnað, öryggismál (úttekt á vinnusvæðum og starfsstöðvum)
 • Efnanotkun (efnaáhættumat)
 • Hreyfi- og stoðkerfi (líkamlegir þættir)
 • Félagslega- og andlega þætti (viðbragðsáætlun um einelti og kynferðislega áreitni)

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei