Granni - landupplýsingakerfi

Granni, kortakerfi, kortagrunnur

Granni gerir sveitarfélögum unnt að miðla mikilvægum upplýsingum til íbúa og þjónustuaðila á einfaldan og skýran hátt í gegnum kortavefsjá. Með Granna er unnt að vista upplýsingar er varða starfsemi sveitarfélagsins í miðlægan gagnagrunn og gera þær aðgengilegar fyrir viðeigandi starfsmenn á skýran og gagnvirkan hátt.

Tengiliðir

Áskrifendur að Granna hafa auk þess aðgang að ítarlegum upplýsingum sem sóttar eru í gagnagrunna hjá ýmsum stofnunum og varða starfsemi viðkomandi sveitarfélaga.

Í Granna er boðið upp á notendastýrðan aðgang sem býður upp á mikinn sveigjanleika í bæði miðlun og öflun upplýsinga hjá sveitarfélögum. Með aðgangsstýringu er m.a. hægt að miðla öllum helstu upplýsingum til íbúa í gegnum opna vefsjá og stýra aðgangi að öðrum upplýsingum sem eingöngu eru ætlaðar einstaka stofnunum, sviðum eða starfsmönnum innan sveitarfélagsins.

Sveitarfélög geta miðlað til íbúa í gegnum opin vef Granna upplýsingar um skipulag, legu lagna, lausar lóðir, teikningar af húsum, mæliblöð, forgangsröðun snjómoksturs, sorphirðu og margt fleira.

Granni býður m.a. upp á tengingar við gagnagrunna hjá Þjóðskrá, Fasteignamati ríkisins, Mannvirkjastofnun, Skipulagsstofnun og Samgöngustofu.

EFLA hefur mikla reynslu af rekstri landupplýsingakerfa fyrir sveitarfélög og hafa sérfræðingar EFLU á hinum ýmsu ólíku sviðum víðtæka reynslu af málefnum sveitarfélaga sem nýtast inn í þróun og rekstur Granna.

Bætt aðgengi að upplýsingum og ferlum

Með Granna geta sveitarfélögin miðlað upplýsingum á einfaldan og gagnvirkan hátt í gegnum vefinn og sparað sér þannig ófá símtöl og vinnu við að dreifa gögnum handvirkt. Með Granna er stuðlað að auknu aðgengi íbúa og þjónustuaðila að viðeigandi upplýsingum og gögnum sveitarfélagsins.

Með notendastýrðum aðgangi og miðlægri vistun gagna er stuðlað að betra utanumhaldi gagna og auknu aðgengi starfsmanna að mikilvægum upplýsingum.

Sveitarfélög sem nota Granna

Á meðal þjónustusviða eru

  • Lóðamál
  • Skipulagsmál
  • Kort- og kortagrunnar
  • Loftmyndataka með drónum
  • Gerð þrívíddarlíkana

Algengar spurningar og svör

Fyrir hverja er Granni?

Granni er einna helst ætlaður sem upplýsingavefur og kortavefsjá fyrir sveitarfélög. Fyrirtæki og stofnanir eru einnig áskrifendur Granna og geta nýtt sér hina ýmsu möguleika, sem Granni hefur upp á að bjóða, sér til hagræðingar.

Hvað kostar Granni?

Granni er að hluta sérsniðinn að hverjum notanda þar sem óskir og þarfir þeirra fyrir vistun og miðlun landupplýsinga eru ekki alltaf þær sömu. Kostnaður við innleiðingu á Granna er í samræmi við umfang innleiðingar og snýr einna helst að birtingu á þekjum, eðli upplýsinga og virkni sem hver viðskiptavinur óskar eftir.


Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei