Gróðurveggir
Plöntur, Plöntuveggur, Innivist, Gróður, Garðyrkja, Blómaveggur, Gróðurveggur
Vinsældir gróðurveggja hafa aukist mikið á undanförnum árum, m.a. vegna nýrrar tækni og aukinnar þekkingar varðandi uppsetningu og umhirðu slíkra veggja.
Hjá EFLU starfa sérfræðingar á sviði garðyrkjutækni, lýsingar, lagna og loftræsingar, sem sjá um hönnun, viðhald og uppsetningu á gróðurveggjum.
Tengiliður
Ómar Ingþórsson Landslagsarkitekt M.Sc. Sími: +354 412 6061 / +354 899 6661 Netfang: omar.ingthorsson@efla.is Reykjavík
Gróðurveggir hafa áhrif á nærumhverfi sitt, skapa hlýlegt andrúmsloft og geta auk þess haft jákvæð áhrif á innivist, m.a. hljóðvist og loftgæði.
Ýmsar gerðir og stærðir gróðurveggja bjóðast og er efnisnotkun breytileg og plöntuval valið með tilliti til staðsetningar og tilgangs, sem fer meðal annars eftir því hvort veggurinn er staðsettur utan- eða innandyra.
Plöntur sem eru settar í gróðurveggi eru sérvaldar og gjarnan með tilliti til lofthreinsandi eiginleika þeirra.
EFLA sá um hönnun og uppsetningu gróðurveggsins í Grósku.
Mikilvægt að vanda til verka
Við uppbyggingu gróðurveggja er lögð áhersla á að koma í veg fyrir aðstæður sem valdið geta rakaskemmdum og myglu. Mikilvægt er að vanda vel vökvunar- og frárennsliskerfis og tryggja góð loftskipti í rýminu. Í flestum tilfellum þarf að gera ráð fyrir gróðurlýsingu og áburðarvökvun. Einnig þarf að gera ráð fyrir viðhaldi og umhirðu búnaðar og gróðurs til að hámarka endingu, heilbrigði og útlit.
Ráðgjafar EFLU veita trausta alhliða þjónustu í uppsetningu, viðhaldi og hönnun á gróðurveggjum.
Tilkomumikil upplifun
Fallegur gróðurveggur, myndarlegar plöntur og vel útfærð lýsingarhönnun getur vakið mikil hughrif í rýmum innandyra sem utandyra.
Á meðal þjónustusviða eru
- Hönnun og val á plöntum í gróðurvegg, innan- og utandyra
- Uppsetning og efnisval
- Ráðgjöf varðandi viðhald og umhirðu
- Aðstoð við val á vökvunarkerfi og uppsetningu
- Vatnslagnir og frárennslismál
- Lýsingarhönnun
- Loftræsing
Gróðurveggurinn í Grósku er vinsæll bakgrunnur í myndatökum og sjónvarpsútsendingum.
EFLA var með fallegan gróðurvegg á stórsýningunni Verk og vit 2018.
Gróðurveggir geta vakið mikla hrifningu.