Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun

Heimsmarkmið, Sameinuðu þjóðirnar, Sjálfbær þróun, Sjálfbærni

Sérfræðingar EFLU aðstoða fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við stefnumótun í takt við heimsmarkmiðin 17 og aðstoða við að innleiða þau sem hluta af starfsemi sinni.  

Tengiliðir

Árið 2015 samþykktu öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna 17 heims­markmið um sjálfbæra þróun sem gilda til ársins 2030. Aðildaríkin hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna. Heimsmarkmiðin eru samþætt og snúa að öllum þáttum sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu. 

Með heimsmarkmiðunum 17, sem einnig mætti kalla sjálfbærnimarkmið, fylgja 169 undirmarkmið sem tengd eru 232 mælikvörðum. Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar hafið innleiðingu á heimsmarkmiðunum fyrir samfélagið. Stjórnvöld hvetja til samráðs og samstarfs við atvinnulífið, félagasamtök, sveitarfélög og einstaklinga um innleiðingu markmiðanna. 

Allir þurfa að leggjast á eitt

Með sameinuðu átaki okkar allra getum við lagt lóð á vogarskálarnar og náð heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er sameiginlegur hagur okkar allra.

Starfsfólk EFLU á sviði sjálfbærni og umhverfismála veita alhliða ráðgjöf sem taka mið að innleiðingu heimsmarkmiðanna 17 og aðstoða við innleiðingu. Þá veitir EFLA aðstoð við að greina tækifæri í sjálfbærni og aðgerðir til umbóta - samfélaginu til hagsbóta. 

HeimsmarkmiðHeimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Þess má geta að EFLA tengir starfsemi sína við heimsmarkmiðin 17 líkt og kemur fram í samfélagsskýrslu

Á meðal þjónustusviða eru

  • Ráðgjöf við stefnumótun miðað við heimsmarkmiðin 17
  • Greining á þeim þáttum í starfseminni sem skipta máli fyrir sjálfbæra þróun sbr. heimsmarkmiðin
  • Innleiðing heimsmarkmiðanna í starfsemi fyrirtækisins
  • Aðstoða fyrirtæki við að greina tækifæri til sjálfbærni 
  • Ráðgjöf vegna aðgerða til umbóta í tengslum við sjálfbærni

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei