Kolefnisspor og vistferilsgreiningar

Life Cycle Assessment, Carbon Footprinting, Kolefnisútreikningur, Vistferilsgreining, LCA, Lífsferilsgreiningar, Greiningar lífsferils, Lífsferill, sótspor, kolefnisfótspor, kolefnaspor, vistspor, lífsferilshugsun

EFLA er leiðandi ráðgjafi í gerð vistferilsgreininga (Life Cycle Assessment) á Íslandi sem og í útreikningi á kolefnisspori (Carbon Footprint). 


Sérfræðingar okkar hafa víðtæka reynslu í gerð vistferilsgreininga í ólíkum geirum s.s. byggingariðnaði, orkuiðnaði, samgöngum, iðnaði, matvælavinnslu og sjávarútvegi sem og úrgangsmeðhöndlun og endurvinnslu.

Tengiliður

Vistferilsgreining er aðferðafræði sem notuð er til að meta umhverfisáhrif vöru eða þjónustu og til að reikna út vistspor og kolefnisspor vöru eða þjónustu. 

Umhverfisáhrif vöru eða þjónustu reiknuð út


Tilgangur vistferilsgreiningar er að reikna heildarumhverfisáhrif vöru eða þjónustu. Með greiningunni má auðkenna þá þætti vistferils vörunnar sem mestu áhrif hafa á umhverfið. Upplýsingarnar má nýta til að draga úr umhverfisáhrifum vöru, t.d. með því að bæta eða breyta hönnunar- eða framleiðsluferlinu,  taka aðrar upplýstar ákvarðanir á rekstrartíma vöru eða þjónustu og til að bera saman sambærilegar vörur eða þjónustu. 

Niðurstöðurnar eru gjarnan notaðar til að veita viðskiptavinum gagnsæjar, tölulegar upplýsingar um umhverfisáhrif viðkomandi vöru eða þjónustu og til að fá umhverfisvottun eða gefa út yfirlýsingu um umhverfisáhrif vörunnar.

Með vistferilsgreiningu er kolefnisspor einnig reiknað út en það er mælikvarði á losun gróðurhúsalofttegunda.

Heildarumhverfisáhrif vöru skipta máli

Gagnsæjar, áreiðanlegar upplýsingar um umhverfisáhrif vöru eða þjónustu getur gefið forskot á markaði. 

Kolefnisspor-og-vistferilsgreiningar

Á meðal þjónustusviða eru

  • Gerð minni eða stærri vistferilsgreininga fyrir vöru eða þjónustu
  • Útreikningur á kolefnisspori fyrir vöru, ferli eða þjónustu
  • Gerð umhverfisyfirlýsinga fyrir vörur (Environmental Product Declaration, EPD)

Hvað er vistferilsgreining?

Vistferilsgreining er aðferðafræði til að meta notkun auðlinda og hnattræn og svæðisbundin umhverfisáhrif fyrir ferli, vöru eða þjónustu. Niðurstöður eru tölulegar og byggja á útreikningum fyrir mismunandi áhrifaþætti, t.d. losun gróðurhúsalofttegunda.

Til hvers eru vistferilsgreiningar?

Nýta má greiningarnar til að átta sig á grunnstöðunni, setja sér markmið í rekstri, nýta niðurstöður í hönnun, reikna og gefa út kolefnisspor, sækja um umhverfisvottanir eða umhverfisyfirlýsingar fyrir vöru (EPD), o.fl.

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei