Öryggishönnun
Öryggisvarnir, Áhættugreining, Öryggisstig, Öryggismál, Varnir, Öryggisbúnaður
EFLA veitir fyrirtækjum og stofnunum alhliða ráðgjöf í öryggishönnun.
Tengiliður
Ólafur Ágúst Ingason Byggingarverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6170 / +354 665 6170 Netfang: olafur.ingason@efla.is Reykjavík
Öryggishönnun nær til grunnforsenda öryggisvarna svo sem öryggisáhættugreininga, ákvörðunar öryggisstigs og aðgangskrafna auk heildstæðra úttekta á öryggismálum. EFLA hefur verið framarlega í þróun öryggishönnununar á Íslandi og kynnt nýja aðferðafræði hérlendis og erlendis í þeim málaflokki.
EFLA býr yfir mikilli reynslu í hönnun öryggisbúnaðar og allra tegunda öryggiskerfa, s.s. innbrotavarnarkerfa, aðgangsstýringar, myndavéla- og vöktunarkerfa, brunaviðvörunarkerfa ofl.
Öryggisvarnir til að ná ásættanlegu öryggisstigi
Hjá EFLU er mikil þekking á efnislegum (e: physical) öryggisvörnum og hönnun þeirra en nauðsynlegt er að líta til heildarmyndar öryggisvarna til að finna hagkvæmar heildarlausnir.
Á meðal þjónustusviða eru
- Öryggis- og áhættustjórnun
- Öryggisáhættugreiningar og þarfagreiningar
- Hönnun öryggiskerfa og -búnaðar, s.s. myndavélakerfa og innbrotavarnarkerfa
- Hönnun efnislegra (e: physical)öryggisvarna
- Aðgangsstýringar og ákvörðun öryggisstigs
- Öryggis- og rekstrarhandbækur
- Námskeið um öryggismál
- Samfelldniáætlanir vegna reksturs
- Hermun sprenginga og hönnun sprengivarna