Öryggismál í framkvæmdum
Öryggisstjórnun, öryggismálefni, öryggi og heilbrigði á vinnustöðum, öryggisskipulag
Mikil framför hefur verið í öryggismálum á Íslandi undanfarin ár. Við allar framkvæmdir þarf öryggisstjórnun.
Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem hafa mikla reynslu af öryggismálum framkvæmda. Í hverju verkefni felast áhættur sem þarf að greina til að koma í veg fyrir slys og önnur óhöpp í framkvæmdinni.
Tengiliðir
Anna Kristín HjartardóttirArkitekt M.Sc.Sími: +354 412 6039 / +354 665 6039Netfang: anna.kristin.hjartardottir@efla.is
Halla Katrín Svölu- og ArnardóttirByggingarverkfræðingur M.Sc.Sími: +354 412 6267 / +354 665 6267Netfang: halla.katrin@efla.is
Beittar eru öruggar aðferðir á stór sem smá verkefni til að tryggja að þau verði til farsældar fyrir alla sem koma að verkefninu. Þetta er gert með því að gera öryggis-, heilbrigðis-, og umhverfisáætlun á hönnunar- og framkvæmdastigi. Einnig er áhættumat útbúið varðandi framkvæmdir, öryggishandbók útbúin og öryggiseftirlit skilgreint.
Með markvissu öryggisskipulagi, -eftirliti og -stjórnun er gengið úr skugga um að verkefnið hafi sem minnst áhrif á öryggi og heilsu þeirra sem koma að framkvæmdinni og að framkvæmdin hafi ekki skaðleg áhrif á umhverfið.
Viðurkenndur þjónustuaðili
Vinnueftirlit ríkisins hefur viðurkennt EFLU sem þjónustuaðila og veitum við heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum.
Mikilvægi öryggismála í framkvæmdum
Öryggismál eru samtvinnuð allri starfsemi EFLU og er leitast við að lágmarka áhrif framkvæmda á öryggi og heilsu starfsmanna og á umhverfi framkvæmdarinnar.
Á meðal þjónustusviða eru
- Öryggis-, heilbrigðis-og umhverfisáætlun á hönnunarstigi
- Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisáætlun á framkvæmdastigi
- Áhættumat verklegra framkvæmda
- Öryggishandbók verklegra framkvæmda
- Öryggiseftirlit
- Öryggisstjórnun
- Samræmingaraðili öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála
Þarf að gera öryggis, -heilbrigðis- og umhverfisáætlun fyrir allar framkvæmdir?
Já, verkkaupi ber ábyrgð samkvæmt vinnuverndarlögum á því að gera eða sjá til þess að áætlunin sé gerð fyrir allar framkvæmdir.
Hvað er öryggishandbók?
Öryggishandbók heldur utan um helstu lög , reglur og önnur skjöl sem á að fara eftir við framkvæmd verksins , svo og helstu gögn sem varða öryggi og heilbrigði. Þetta hjálpar þeim sem skipuleggja, stjórna og starfa við verkefnið að það hafi sem minnst áhrif á öryggi og heilsu þeirra sem koma að framkvæmdinni.
Hvenær þarf að skipa samræmingaraðila öryggis- heilbrigðis- og umhverfismála fyrir framkvæmd?
Það þarf að skipa samræmingaraðila bæði á undirbúningsstigi verksins og á framkvæmdastigi verksins.