Þrívíddarskönnun
Þrívíð módel, 3D, Skanni, Loftmyndir, Hæðarmódel, Hæðarlínur, Kortagerð, Kortlagning, Landmódel, Líkön úr þrívídd
Með þrívíddarskönnun er hægt að búa til þrívíð módel af byggingum og mannvirkjum. Slík módel má nýta til uppmælinga, skrásetningar og hönnunar.
EFLA hefur yfir að ráða einum öflugasta þrívíddarskanna landins sem er af gerðinni Trimble TX8 og hefur víðtæka reynslu af skönnun verkefna í þrívídd.
Tengiliðir
Páll Bjarnason Byggingatæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6902 / +354 665 6902 Netfang: pall.bjarnason@efla.is Selfoss
Eggert Þeyr Sveinsson Vél- og orkutæknifræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6903 / +354 665 6903 Netfang: eggert.sveinsson@efla.is Selfoss
Kortagerð og landmódel
Eftir skönnun bygginga eða svæða er mikilvægt að vera með öflugan hugbúnað til að vinna úr gögnunum. Hugbúnaðurinn gerir sérfræðingum kleift að útbúa módel af sjáanlegum stálbitum, lögnum, veggjum, loftræsistokkum og öðru sem nauðsynlegt er að eiga módel af. Einnig er hægt að útbúa mjög nákvæm landmódel og hæðarlínur af litlum svæðum, s.s. vegna magntöku á jarðvinnu, fornleifarannsókna eða nákvæmrar útlitshönnunar á mannvirkjum.
Loftmynd veitir nákvæmar upplýsingar
EFLA hefur notar einnig flygildi (dróna) til kortlagningar, ásamt hefðbundnum mælitækjum s.s. GPS tæki og alstöðvar. Með því að vinna með loftmyndir og hæðarmódel úr flygildi, ásamt gögnum úr þrívíddarskanna og hefðbundnum mælitækjum, er hægt að útbúa mjög nákvæm, þrívíð módel t.d. af byggingum og umhverfi þeirra, ferðamannastöðum og náttúruperlum.
Þrívíð módel, ásamt hönnun á nýjum eða endurbættum mannvirkjum er síðan hægt að setja saman og útbúa nákvæmar og raunhæfar útlitsmyndir af nýjum mannvirkjum.
Nákvæmt þrívíddarlíkan
Þrívíddarskönnun á mannvirkjum og landslagi er ein nákvæmasta aðferð til að útbúa stafrænt þrívíddarlíkan.
EFLA hefur komið að fjölmörgum verkefnum sem tengjast þrívíddarskönnun, s.s. fornleifarannsóknir, þrívíddarskönnun á Raufarhólshelli og þrívíddarskönnun á brúarmannvirkjum.
Á meðal þjónustusviða eru
- Þrívíddarskönnun
- Þrívíddarlíkan
- Kortagerð
- Landmælingar
- Skoðun með dróna
- Mynd- og módelvinnsla
- Sýndarveruleiki (VR)
- Hæðarlínur