Þrívíddarskönnun - Matterport

þrívíddarskönnun, þrívíð, sjónskráning, þrívíddarumhverfi, Matterport, Notendaviðmót, módel, snjalltæki, tölvur, þrívíddarmódel

Notendavæn miðlun raunheima til skoðunar og mælinga.

Tengiliðir


Með þrívíddarskönnun er hægt að gera stafræna tvíbura (digital twin) sem endurspegla raunveruleikann með hárnákvæmum hætti. Í þrívíddarumhverfinu er hægt að gera allar helstu mælingar og kalla fram punktský til hönnunar og framkvæmda með skjótum hætti. EFLA hefur yfir að ráða öflugum búnaði og fagþekkingu þegar kemur að þrívíddarskönnun af ólíkum rýmum og umhverfi. Notast er við myndavéla- og skönnunarbúnað frá Matterport sem er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði sem er í miklum vexti og örri þróun um þessar mundir.

Nýtist á mjög fjölbreyttan hátt

Þrívíddarskönnun getur gagnast ólíkum fyrirtækjum og stofnunum á mjög fjölbreyttan hátt.


Notendaviðmótið er einfalt og hægt er að skoða módelin í vafra á bæði snjalltækjum og tölvum. Gagnaöflunarferlið er fljótlegt og þessi leið er frábær kostur þegar á að koma verkefnum fljótt og örugglega af stað með áreiðanlegum gögnum. Þrívíddarskönnun getur sparað tíma í verkefnum og tryggir faglega framsetningu gagna.

Þrívíddarskönnun nýtist vel þegar verið er að vinna að sama verkefninu frá ólíkum stöðum. Með einföldum hætti er hægt að fara inn í rýmið hvar sem er til að átta sig á aðstæðum, gera mælingar og leysa vafamál. Hægt er að hnýta fjölbreytt margmiðlunarefni við umhverfið, s.s. PDF skjöl, myndir, video og þrívíddarmódel.

Dæmi um svið þar sem þrívíddarskönnun getur reynst öflugt verkfæri:

  • Skipulag og áætlanagerð
  • Endurbyggingar og eftirlit framkvæmda
  • Afþreyingariðnaðurinn
  • Tjónaskoðun og ástandsskoðanir
  • Sjávarútvegur og skipaflotinn
  • Fasteiganamiðlun /-þróun
  • Ferðaþjónustan og gististaðir
  • Söfn og sögufrægar byggingar
  • Lögfræðilegt gildi

Tengdar þjónustur



Var efnið hjálplegt? Nei