Umhverfis- og öryggisstjórnun og vottanir

ISO 14001, ISO 45001, Umhverfisvottun, Umhverfisstjórnun, Umhverfismál, Vottun, Vottanir, Innivist, Áhættumat starfa, Vinnuvernd, Öryggisvottun, Öryggismál

Fyrirtæki, stór sem smá, taka í æ ríkari mæli ábyrgð á eigin áhrifum á umhverfið. 


Sérfræðingar EFLU hafa áralanga reynslu af að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að taka á umhverfismálum í sínum rekstri, allt frá stefnumótun til innleiðingar á heildstæðri vottaðri umhverfisstjórnun, t.d. skv. ISO 14001.

Tengiliðir

Umhverfisstjórnun

Eitt af lykilatriðum í ábyrgum rekstri er umhverfisstjórnun. Umhverfisstjórnun þýðir að fyrirtæki setur sér umhverfisstefnu, mælanleg markmið og aðgerðaáætlun til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá starfseminni og jafnframt auka jákvæð áhrif. EFLA hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við innleiðingu á alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001.

Áhættumat starfa

Grundvöllur að markvissri stjórnun vinnuverndarmála er áhættumat starfa sem er aðferðafræði til að greina vinnuumhverfi með markvissum hætti út frá gildandi lögum og reglugerðum. Umbætur í aðgerðaáætlun og áframhaldandi vöktun eru byggðar á því mati. Þetta er lifandi ferli sem stöðugt þarf að uppfæra og endurskoða.

Heilbrigðis- og öryggismál

EFLA veitir ráðgjöf við að innleiða stjórnun á heilbrigðis- og öryggismálum starfsmanna í fyrirtækjum og að aðstoða fyrirtæki við vottun t.d. skv. staðlinum ISO 45001.

Fyrirtæki sem vinna markvisst að umhverfis- og öryggisstjórnun geta skapað sér betri ímynd meðal starfsmanna, hagsmunaaðila og almennings.

Fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur

Umhverfisstjórnun hefur í för með sér fjárhagslegan og umhverfislegan ávinning fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.

Öryggisstjórnun og stjórnun vinnuverndarmála hafa sömuleiðis fjárhagslegan ávinning í för með sér og skapar betra vinnuumhverfi og draga úr líkum á vinnuslysum.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Ráðgjöf vegna stefnumótunar og innleiðingar umhverfisstjórnunar og/eða öryggisstjórnunar
  • Undirbúningur og ráðgjöf fyrir vottun stjórnunarkerfa
  • Framkvæmd innri úttekta
  • Samantekt og  yfirlit yfir lög og reglugerðir sem eiga við um umhverfis- og öryggismál fyrirtækja 
  • Eftirfylgni vegna breytinga sem kunna að vera gerðar varðandi kröfur reglugerða í þessum málaflokkum
  • Aðstoða fyrirtæki með efnastjórnun

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei