Verkefnastjórnun

Áhættumat starfa, heilsu, öryggis og vinnuverndarmál

Vinnuverndarmál, Áhættumat starfa, Áhættumat heilsu og öryggis, Vinnuvernd, Hollustuhættir, Öryggi á vinnustöðum, Vinnuvernd, Vinnuverndarlög, Heilbrigði á vinnustað

Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnuverndarlögin) nr. 46/1980, ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun, sem byggir á áhættumati, um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum.


EFLA er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði öryggis- og heilbrigðismála og veitir heildstæða þjónustu í öryggis- og vinnuverndarmálum.

Áhættustjórnun og áhættugreiningar

Áhættustjórnunarkerfi, Áfallaþolsgreining, Atburðastjórnun Áfallaþolsgreiningar, Áhættugreining, Sprengigreining

Áhættur í samfélaginu breytast með tíð og tíma og þau kerfi og ferlar sem nauðsynlegir eru til mótvægis þarf sífellt að endurskoða og uppfæra. 


Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu á breiðu sviði áhættugreininga, áfallaþolsgreininga og áhættustjórnunar og veita fjölbreytta þjónustu á sviðinu.

Brýr - styrkingar og viðhald

Brú, Viðhald brúa, Styrking brúa, Burðargeta brúa, Brúm, Brýr í rekstri

Undanfarin ár hefur EFLA unnið fjölda verkefna sem snúa að brúm í rekstri, einkum fyrir norsku vegagerðina, en hún leggur mikla áherslu á að hámarka líftíma brúarmannvirkja sinna, án þess að slakað sé á kröfum um öryggi vegfarenda.

Byggingarstjórnun

Byggingarframkvæmdir, Byggingaframkvæmdir, Byggingastjórnun, Byggingarstjóri, Húsbyggingar

EFLA hefur víðtæka reynslu af stýringu byggingar­framkvæmda ásamt því að sinna gæðaeftirliti. Við tökum að okkur byggingarstjórnun mannvirkja og gætum þess að byggt sé eftir hönnun og að unnið sé samkvæmt verklýsingum.

CE merkingar

CE, Merking, Eftirlit, Iðnaðarferlar, CE vottun, CE ráðgjöf

Samkvæmt Evróputilskipun skulu merkingar á búnaði og kerfi vera CE merkt, meðal annars til að tryggja öryggi.


Hjá EFLU starfar sérhæft teymi sem veitir alhliða ráðgjöf varðandi CE merkingar.

EPCM verkefnastjórnun

Verkefnastjórn, Verkefnastjóri, Stjórnun verkefna, Verkefni

EFLA tekur að sér heildarstýringu og utanumhald verkefna á grunni EPCM verkefnastjórnunar.

Framkvæmdaáætlanir

Framkvæmdaráætlanir, Áætlanir vegna framkvæmda, Framkvæmdir, Skipulag framkvæmda, Framkvæmdastjórnun, Eftirlit með framkvæmdum, Skipulag eftirlits

Gerð framkvæmdaáætlana er nauðsynlegur undirbúningur framkvæmda og eftirlits með framkvæmdum. Starfsfólk EFLU býr yfir bæði þekkingu og reynslu til að skipuleggja framkvæmdir af ýmsu tagi.

Framkvæmdaeftirlit

Eftirlit með framkvæmdum, Framkvæmdir, Stjórnun framkvæmda, Framkvæmd

Allt frá stofnun EFLU hefur fyrirtækið verið þekkt fyrir að veita ferska, hagkvæma og árangursmiðaða þjónustu og lausnir við stjórnun framkvæmda og eftirlit með þeim.

Starfsmenn EFLU búa yfir umfangsmikilli þekkingu og reynslu af framkvæmdastjórnun og eftirliti með framkvæmdum.

Hönnun brúa

Brýr, Brúarhönnun, Hanna brú, Brúarmannvirki, Brú, Göngubrú, Vegbrýr

EFLA hefur víðtæka reynslu af hönnun brúa og innan fyrirtækisins er starfrækt sérhæft teymi verkfræðinga sem leysir brúarverkefni á öllum verkefnisstigum. Það felur m.a. í sér frumdrög hönnunar, endurbætur, viðhald og styrkingar á brúm sem hafa verið lengi í notkun. 

Jarðgöng

Jarðgangagerð, Jarðgangnagerð, Veggöng, Undirgöng

Sérfræðingar EFLU hafa mikla og fjölbreytta reynslu af jarðgangagerð bæði vegganga og vatnsaflsganga. Þannig höfum við t.d. séð um hönnun jarðgaga, verkeftirlit, hönnun fjarskipta, raflagna, lýsingar og hönnunarstjórnun. 

Kostnaðar- og tímaáætlanir

Kostnaðaráætlun, Kostnaðaáætlun, Áætlun kostnaðar, Tímaáætlun, Tíma áætlun, Áætlanagerð

Kostnaðar- og tímaáætlanagerð eru hornsteinn góðrar verkefnastjórnunar. Góðar og ítarlegar áætlanir gefa betri mynd af hverju verkefni og aðstoða við að skipuleggja og stýra framkvæmdum. 


Starfsmenn EFLU búa yfir áratuga reynslu af gerð slíkra áætlana og liggur mikil þekking og gagnasöfnun á bak við gerð kostnaðar- og tímaáætlana.  

Líftímakostnaður (LCC)

LCC, Líftímaútreikningar, Líftími bygginga, Líftími húsa, Heildarkostnaður við byggingu, Lífferilskostnaður, Líftímagreining

Líftímakostnaður (LCC - e. Life Cycle Cost) er greining á heildarkostnaði við byggingu og rekstur mannvirkis frá upphafi til enda. 

Ráðgjafar EFLU hafa reiknað líftímakostnað bygginga með góðum árangri. 

Mat á ræstingum

Insta 800, Ræstingarmat, Ræstiútboð, Útboð á ræstingum, Ræstingar, Þrif, Hreingerning

EFLA hefur fyrst allra ráðgjafarfyrirtækja sérhæft sig í gerð útboðsgagna fyrir ræstiútboð með því að nota staðalinn INSTA 800: Gæði ræstinga-Kerfi fyrir mat og flokkun á gæðum ræstinga. EFLA hefur öðlast einstaklingsvottun á þekkingarstigi 4 sem er skilyrði fyrir ráðgjafa sem gera útboðsgögn eftir staðlinum.

Skjákerfi

Framleiðsluferli, Tækjabúnaður, Stýrikerfi, Skjástýrikerfi, Scada, Framleiðslukerfi, Stjórnkerfi, Skjámyndakerfi

Megin tilgangur skjákerfa er að veita rekstraraðilum yfirsýn yfir framleiðsluferli og stöðu ásamt stjórnun tækjabúnaðar. 


Sérfræðingar EFLU hafa  víðtæka reynslu í hönnun og rekstri skjákerfa fyrir framleiðslu- og mælikerfi.

Útboðsgögn og samningar

Samningagerð, Verkefnastjórnun, FIDIC bókun, Útboð

EFLA útbýr útboðsgögn fyrir verkefni af margvíslegu tagi og undirbýr samninga og samningsdrög í samráði við viðskiptavinina.

Vatnsveitur

Vatn, Lagnakerfi, Neysluvatn, Veitur, Drykkjarvatn, Ferskvatn, Hitaveituvatn, Vatnsból, Vatnsgæði, Vatnsveitumannvirki, Veitukerfi

Vatnsauðlind Íslendinga er ein af okkar mikilvægustu verðmætum og þarf nýting hennar að byggja á skynsemi og vönduðum vinnubrögðum. 


Ráðgjafar EFLU í vatnsveitum hafa mikla reynslu af hönnun vatnsveitumannvirkja og lagnakerfa. 

Verðmat mannvirkja

Stöðumat, mannvirki

EFLA hefur um árabil unnið að verðmati mannvirkja af margvíslegu tagi. 

Verkefnastjórnun

Verkefni, Stjórnun verkefna, MPM, Verkefnastjóri, Verkefnastjórar, Innivist

Öll verkefni kalla á sérhæfða verkefnastjórnun sem tekur mið af stærð, umfangi og flækjustigi hverju sinni. Gerðar eru kostnaðar- og tímaáætlanir í þeim smáatriðum sem skipta máli til að skila verkefnum áfram á markvissan hátt.


Verkefnastjórar EFLU eru þjálfaðir í að skynja og greina hættur sem stafa kunna að verkefninu og að bregðast við án tafar af reynslu, þekkingu og innsæi.

Verkeftirlit

Eftirlit með framkvæmdum, Framkvæmdastjórnun, Framkvæmdir, Verkframkvæmdir

Verkefnastjórnunarteymi EFLU hefur víðtæka þekkingu og reynslu af framkvæmdastjórnun og eftirliti með framkvæmdum.

Þarfagreining

Þarfir, Greining þarfa, Væntingar, Innkaup, Framkvæmdir

Þarfagreining vegna framkvæmda og innkaupa er nauðsynleg forvinna sem er unnin með verkkaupa til að draga fram á kerfisbundinn hátt upplýsingar til að móta fyrirhugaða framkvæmd, skilgreina markmið og væntingar.


Reynslumiklir ráðgjafar EFLU aðstoða við gerð slíkra þarfagreininga.

Þjónustuútboð

Útboð á þjónustu, Opinber innkaup, Veitutilskipun, Útboðsgögn

EFLA hefur séð um þjónustuútboð fyrir viðskiptavini. Bæði er um að ræða þjónustu sem skylt er að bjóða út samkvæmt lögum um opinber innkaup eða veitutilskipun eða þá útboð sem verkkaupi ákveður sjálfur að bjóða út. 

Öryggishönnun

Öryggisvarnir, Áhættugreining, Öryggisstig, Öryggismál, Varnir, Öryggisbúnaður

EFLA veitir fyrirtækjum og stofnunum alhliða ráðgjöf í öryggishönnun.

Öryggismál í framkvæmdum

Öryggisstjórnun, öryggismálefni, öryggi og heilbrigði á vinnustöðum, öryggisskipulag

Mikil framför hefur verið í öryggismálum á Íslandi undanfarin ár. Við allar framkvæmdir þarf öryggisstjórnun.


Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem hafa mikla reynslu af öryggismálum framkvæmda. Í hverju verkefni felast áhættur sem þarf að greina til að koma í veg fyrir slys og önnur óhöpp í framkvæmdinni.


Var efnið hjálplegt? Nei