Framkvæmdaáætlanir

Framkvæmdaráætlanir, Áætlanir vegna framkvæmda, Framkvæmdir, Skipulag framkvæmda, Framkvæmdastjórnun, Eftirlit með framkvæmdum, Skipulag eftirlits

Gerð framkvæmdaáætlana er nauðsynlegur undirbúningur framkvæmda og eftirlits með framkvæmdum. Starfsfólk EFLU býr yfir bæði þekkingu og reynslu til að skipuleggja framkvæmdir af ýmsu tagi.

Tengiliðir

EFLA undirbýr framkvæmdir af margvíslegum toga á hverjum degi og má því segja að framkvæmdaáætlanir séu sé stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins. 

Sú þekking og víðtæka reynsla sem ráðgjafar EFLU hafa yfir að ráða nýtist viðskiptavinum vel og tryggir öruggan og markvissan framgang framkvæmda. Notaður er öflugur hugbúnaður til aðstoðar við framkvæmdirnar og auðveldar það alla yfirsýn verkefnisins. 

Framkvæmdaáætlun órjúfanlegur hluti

Framkvæmdaáætlun er nauðsynlegur undirbúningur að hverri framkvæmd. Með því er skipulag og framvinda verkefnis markvisst sett upp og samræmis er gætt í væntingum verkkaupa og möguleikum verktaka til að vinna viðkomandi verk.

Án framkvæmdaáætlunar er hætt við að kostnaður og tími framkvæmdar fari úr böndum með tilheyrandi óvissu.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Kostnaðaráætlanir
  • Tímaáætlanir
  • Magntaka
  • Innkaup

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei