Mat á umhverfisáhrifum - framkvæmda og leyfisveitingar

MÁU, Leyfisveitingar, Umhverfisáhrif, Framkvæmdaveitingar

Teymi EFLU sem vinnur að mati á umhverfisáhrifum (MÁU) samanstendur af fjölbreyttum hópi sérfræðinga með mikla reynslu af margskonar verkefnum tengdum málaflokknum.

Tengiliður

Sem dæmi um málaflokka varðandi framkvæmda- og leyfisveitingar eru háspennulínur, vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir, efnistaka, snjóflóðavarnir, samgöngumannvirki í þéttbýli og vegagerð í dreifbýli, urðunarstaðir og þauleldi grísa og alifugla.

Sérfræðiþekking okkar nær meðal annars til sviða á vettvangi hljóðvistar, samgöngumála, sorpmála, frárennslismála, jarðvegsmengunar, vatnsgæða og grunnvatnsmengunar, loftgæða, jarðtækni, félagslegra áhrifa, ferðaþjónustu og stjórnunar náttúruauðlinda, landslags og ásýndar, gróðurs, dýralífs og fornleifa.

Öflugt tengslanet

Auk þeirra sérfræðinga sem starfa innan EFLU leggur fyrirtækið mikla áherslu á að vinna með sérfræðingum þess málaflokks sem þörf er á hverju sinni og hefur því komið sér upp öflugu tengslaneti sérfræðinga utan stofunnar.

Auk aðstoðar við lögbundið ferli við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda aðstoðar EFLA viðskiptavini við öflun nauðsynlegra leyfa fyrir framkvæmdum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og hagkvæmar nálganir og virkt samráð við hagsmunaaðila og stofnanir.

Þverfagleg þjónusta

Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er lögboðið ferli sem undanfari ýmissa framkvæmda. EFLA býr yfir mikilli reynslu á mati vegna umhverfisáhrifa framkvæmda og leggur áherslu á að veita þverfaglega þjónustu.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
  • Fyrirspurn um matsskyldu
  • Aðstoða verkkaupa við leyfisveitingar vegna framkvæmda
  • Samráðsferli í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
  • Samfélagsrannsóknir, mat á áhrifum framkvæmda og áætlana á samfélagið

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei