Útboðsgögn og samningar
Samningagerð, Verkefnastjórnun, FIDIC bókun, Útboð
EFLA útbýr útboðsgögn fyrir verkefni af margvíslegu tagi og undirbýr samninga og samningsdrög í samráði við viðskiptavinina.
Tengiliður
Júlíus KarlssonRafmagnsverkfræðingur M.Sc. - SviðsstjóriSími: 412 6144Netfang: julius.karlsson@efla.is
Starfsfólk EFLU hefur mikla reynslu af hverskonar samningagerð. Unnið er með samninga af ýmsu tagi t.d. byggða á FIDIC bókunum.
Útboðsgögn skipta verulegu máli fyrir framvindu verkefna og farsæla niðurstöðu tilboða fyrir viðskiptavini okkar.
Rétt uppsettur samningur er undirstaða að góðum samskiptum í verkefni og öruggrar framvindu þar sem ekkert má fara úrskeiðis.
Á meðal þjónustusviða eru
- Gerð útboðsgagna: Útboðs- og samningsskilmálar, verklýsingar, tilboðsskrá
- Magntaka
- Umsjón á útboðstíma: Fyrirspurnir, kynningar, vettvangsskoðanir o.s.frv.
- Yfirferð á tilboðum bjóðenda
- Samningsform og samningagerð
- Kostnaðaráætlanir sem grunnur að útboðsgerð