Vitvist: Áskriftarskilmálar

Eftirfarandi eru upplýsingar um almenna áskriftarskilmála fyrir vefþjónustu á VitVist EFLU.

1. Almennt

(i) Viðskiptavinum er bent á að kynna sér vel eftirfarandi áskriftarskilmála fyrir VitVist EFLU. Ef eitthvað er óljóst varðandi áskriftir og áskriftarleiðir, eru viðskiptavinir vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 412 6000 og EFLA veitir fúslega frekari upplýsingar.

(ii) Þessir áskriftarskilmálar gilda um þjónustu til viðskiptavinar, eða þess aðila sem viðskiptavinur tilgreinir. Ef enginn tiltekinn viðskiptavinur er tilgreindur, gilda áskriftarskilmálarnir á milli viðkomandi og EFLU.

(iii) Áskriftarskilmálar þessir kunna að verða endurskoðaðir án fyrirvara gerist þess þörf vegna breytinga á þjónustuleiðum og þjónustuframboði, VitVist eða starfsemi EFLU.

(iv) Samningur milli viðskiptavinar og EFLU telst vera kominn á þann dag sem viðskiptavinur staðfestir áskrift sína að netþjónustu EFLU í gegnum VitVist, eða þann dag sem áskriftin er endurnýjuð, eftir því sem við á.

2. Notkun á vefþjónustu

a. Réttur til notkunar.

Áskriftin veitir viðskiptavini heimild til að setja upp og nota þann hugbúnað sem fylgir með áskriftinni, eins og lýst er í lýsingum sem snúa að einstökum þjónustuþáttum. Að öðru leyti áskilur EFLA sér öll önnur réttindi.

b. Viðeigandi notkun.

(i) Viðskiptavini er eingöngu heimilt að nota vöruna í samræmi við þessa áskriftarskilmála.

(ii) Áskriftin veitir eingöngu viðskiptavini rétt til að fá aðgang að og nota vefþjónustu VitVistar EFLU. Viðskiptavini er ekki heimilt að nota aðgangsauðkenni annars aðila eða afhenda sín aðgangsauðkenni þriðja aðila til notkunar.

(iii) Óheimilt er að villa á sér heimildir í samskiptum sem eiga sér stað á vefsvæði VitVistar.

(iv) Viðskiptavini er ekki heimilt að leigja, lána, endurselja, flytja eða hýsa netþjónustuna eða hluta hennar til eða fyrir þriðja aðila, nema sem sérstaklega er heimilt í þessum áskriftarskilmálum.

(v) Óheimilt er að hala niður verkfærum eða skrám í þeim tilgangi að líkja eftir eða byggja upp sambærilega þjónustu, hvort sem er til eigin nota eða í viðskiptalegum tilgangi.

(vi) Allar tilraunir til að komast framhjá tæknilegum takmörkunum á vörunni eru með öllu óheimilar.

(vii) Viðskiptavini er óheimilt að slökkva á, eiga við eða á annan hátt að reyna að sniðganga innheimtukerfi sem fylgist með notkun hans á netþjónustunni.

(viii) Verði viðskiptavinur var við hugsanlega misnotkun á áskriftum sínum, eða einhverjum öryggisatvikum sem tengjast netþjónustu ber honum að tilkynna það án tafar í netfangið vitvist@efla.is

c. Endanotendur.

Eigi það við, stjórnar viðskiptavinur aðgangi endanotenda og ber ábyrgð á notkun þeirra á vörunni í samræmi við þessa skilmála. Þannig ber viðskiptavinur ábyrgð á að endanotendur á hans vegum hegði sér í samræmi við áskriftarskilmála þessa.

d. Ábyrgð á reikningum.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á að allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru þjónustunnar vegna og viðskiptavinur setur inn á „mínar síður“ í VitVist varðandi hann sjálfan og sínar aðstæður, séu réttar. Á sama hátt ber hann ábyrgð á að viðhalda þessum upplýsingum réttum.

3. Áskriftarkaup

a. Áskriftarflokkar.

Vefþjónusta VitVistar styður aðgang að mismunandi þjónustuleiðum, sem geta staðið einar og sér eða verið sambland af eftirfarandi:

(i) Skuldbinding. Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess að kaupa tiltekna þjónustu til notkunar og að greiða fyrirfram ákveðið árgjald.

(ii) Takmörkuð tilboð. Viðskiptavinur fær takmarkaða þjónustu fyrir takmarkaðan tíma án endurgjalds.

b. Pöntun.

Með því að panta eða endurnýja áskrift samþykkir viðskiptavinur skilmála um viðkomandi áskrift. Nema annað sé tekið fram í tilboðsupplýsingum viðkomandi þjónustu gilda þessir almennu skilmálar VitVistar.

c. Verðlagning og greiðsla.

(i) Áskriftargjald hvers árs skal greitt fyrirfram skv. útgefinni gjaldskrá fyrir viðkomandi þjónustu á VitVist. Öll verð eru birt með fyrirvara um breytingar sem taka gildi við upphaf endurnýjun áskriftar. Skattur og gjöld eru innifalin í uppgefnu verði.

(ii) EFLA áskilur sér rétt til þess að uppfæra verðskrá milli ára.

d. Endurnýjun.

Þegar áskriftartímabili lýkur endurnýjast áskriftin sjálfkrafa. Verð fyrir endurnýjaða áskrift fer eftir gildandi gjaldskrá á VitVist á þeim degi sem áskriftin endurnýjast.

e. Reikningar og greiðsluseðlar.

Athugasemdir við útgefna reikninga og greiðsluseðla skulu gerðar án tafar og eigi síðar en á eindaga reiknings, ella telst reikningur og/eða greiðsluseðill samþykktur og verður þá ekki endurskoðaður sem slíkur nema að atvik réttlæti slíkt með ótvíræðum hætti.

4. Tímabil, uppsögn og frestun

a. Samningstími og uppsögn.

Almennur áskriftarsamningur framlengist sjálfkrafa í eitt ár í senn þar til honum er sagt upp.

b. Uppsögn áskriftar.

(i) Uppsögn á áskrift ber að tilkynna 30 dögum áður en áskriftartímabili lýkur. Tekur uppsögn þá gildi við lok yfirstandandi áskriftartímabils. Uppsögn skal fara fram beint í gegnum netið á „mínar síður“ á VitVist EFLU eða með tölvupósti á vitvist@efla.is

(ii) Fara skal fram á staðfestingu á móttöku uppsagnar. Ef ekki berst staðfesting á uppsögn liggur öll ábyrgð á að slíkar tilkynningar hafi borist með réttum hætti til EFLU hjá áskrifanda.

c. Breytingar á áskrift.

Ef óskað er eftir breytingum á áskrift, er hægt að óska eftir slíku á vitvist@efla.is

Viðskiptavinur skal gæta þess að nægilegar upplýsingar komi fram á beiðninni svo unnt sé að verða við henni.

d. Eyðing persónuupplýsinga.

60 dögum eftir endanlega stöðvun áskriftar og uppsögn þjónustu mun EFLA eyða út öllum upplýsingum um viðkomandi viðskiptavin úr kerfum sínum.

e. Frestun.

EFLU er heimilt að stöðva tímabundið áskrift viðskiptavina á þjónustu VitVistar ef;

(i) það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir óheimila notkun 3ja aðila á persónuupplýsingum viðskiptavina VitVistar,

(ii) viðskiptavini tekst ekki að stöðva meinta óheimila notkun 3ja aðila innan hæfilegs tíma,

(iii) vanskil verða á greiðslum áskriftargjalda eða

(iv) að brotið er gegn áskriftarskilmálum þessum.

Ef eitt eða fleiri af þessum skilyrðum koma fram hefur EFLA heimild til að stöðva áskrift viðskiptavina og stöðva þjónustu til þeirra.

5. Ábyrgðir

EFLA ábyrgist að hver einstök netþjónusta uppfylli viðeigandi lýsingar á einstakri vöru á VitVist. Lýsingar á eiginleikum þjónustu, tæknilegum kröfum og öðru viðeigandi er að finna við hverja einstaka vöru.

a. Takmörkun ábyrgða.

(i) EFLA ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til truflana á netsambandi sem EFLA ber ekki ábyrgð á og kann að valda því að ekki er hægt að nýta sér þjónustu Vitvistar.

(ii) EFLA ber ekki ábyrgð á rekstrartapi sem kann að leiða af bilunum, galla, skemmdum eða innbrotum í tölvu- og hugbúnaðarkerfi þjónustuaðila vefsvæðisins eða vefsvæðis viðskiptavinar á www.vitvist.efla.is

(iii) Ef viðskiptavinur getur ekki nýtt sér þjónustu Vitvistar vegna atvika sem EFLA kann að bera ábyrgð á, ber EFLA ber eingöngu ábyrgð á beinu tjóni viðskiptavinar. Ábyrgð EFLU nær ekki til óbeins tjóns, þ.m.t. rekstrartaps eða tjóns sökum þess að ekki hefur tekist að uppfylla samninga við þriðja aðila.

(iv) EFLA ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til óviðráðanlegra ytri atvika, (Force Majeure). Hugtakið „óviðráðanleg ytri atvik“ á við um t.d. stríð, stríðsástand eða sambærilegt ástand, náttúruhamfarir s.s jarðskjálfta, eldgos, flóð, eld, bruna og aðra náttúrulega viðburði sem EFLA hefur hvorki valdið eða haft áhrif á, svo sem verkföll starfsmanna EFLU eða verktaka á vegum EFLU, farsóttir eða ástand vegna sjúkdóma sem hindra efndir. Ekki er hér um tæmandi talningu að ræða. Þá ber EFLA ekki ábyrgð á gögnum viðskiptavinar sem kunna að hafa glatast vegna fyrrgreindra ástæðna. Telji EFLA vera uppi aðstæður sem falli undir „óviðráðanleg ytri atvik“ og ætla má að hafi veruleg áhrif á getu til efnda, mun EFLA tilkynna slíkt til viðskiptavina sinna.

EFLA ábyrgist að netþjónustan sé aðgengileg í það minnsta 95% af skrifstofutíma árs hvers, þ.e. frá kl 07:00-18:00 alla virka daga.

6. Ýmislegt

a. Tilkynningar.

(i) Allar tilkynningar og beiðnir um breytingar skulu vera á skriflegu formi og sendar með tölvupósti á netfangið vitvist@efla.is

(ii) Í tilkynningum viðskiptavina skal ávallt tekið fram hvert sé fullt nafn viðskiptavinar/rétthafa, kennitala og í hverju breytingar skulu fólgnar.

(iii) Ávallt skal óska eftir staðfestingu á móttöku tilkynninga.

(iv) Tilkynningar til viðskiptavina eru sendar á það netfang sem viðskiptavinur setur inn í persónuupplýsingar sínar á „mínar síður“ á VitVist.

b. Bann við framsali.

Viðskiptavini er óheimilt er að framselja rétt sinn skv. áskriftarskilmálum þessum, hvort sem er að hluta eða öllu leyti.

c. Sjálfstæði einstakra ákvæða (e. Severability).

(i) Ef einhver hluti áskriftarskilmála þessara telst ógildur, halda hinir áskriftarskilmálarnir í heild sinni teljast í fullu gildi.

(ii) Ef einhver hluti áskriftarskilmála þessara telst óskýr eða augljós mistök hafa átt sér stað við gerð þeirra, skal hefðbundnum lögskýringarreglum beitt til túlkun og fyllingu ákvæðanna.

d. Réttur EFLU til að hafa samband við viðskiptavini sína.

EFLA áskilur sér rétt til að hafa samband við viðskiptavini sína í viðskiptalegum tilgangi, svo sem vegna nýrra þjónustuleiða eða tilboða, óháð skráningu þeirra í síma- eða þjóðskrá. Viðskiptavinum er heimilt að afþakka slík samskipti skriflega á vitvist@efla.is

e. Meðhöndlun ágreinings.

Komi upp ágreiningur um innihald áskriftarskilmála þessara skulu aðilar leitast við að leysa hann sín á milli með heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi. Náist ekki að leysa ágreininginn skal málið borið undir Héraðsdóm Reykjavíkur til úrlausnar eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála, nr. 19/1991.

f. Gildandi lög og vettvangur.

Að öðru leyti er vísað til viðeigandi laga, svo sem t.d. laga um neytendasamninga, nr. 16/2016, laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002, laga um samninga, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, sem og annarra viðeigandi laga og reglna.


Var efnið hjálplegt? Nei