Brennur þú fyrir brunaöryggi?

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í brunaöryggi á byggingarsviði EFLU.

Helstu verkefni

  • Brunahönnun og ráðgjöf tengd bruna- og öryggismálum
  • Gerð útreikninga, áhættugreininga og líkana
  • Gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana
  • Verkefnastýring

Hæfniviðmið

  • Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræði
  • Mikill áhugi á sérhæfingu í brunatæknilegri hönnun/brunaöryggi bygginga
  • Frumkvæði og samskiptahæfni
  • Skipulögð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Reynsla af Reykhermunum (FDS) er kostur

Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði.

Farið er yfir umsóknir jafnóðum og þær berast. Starfið verður í auglýsingu þar til réttur einstaklingur finnst.

Sækja um starf


Vinnustaðurinn EFLA

EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni.

EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Um fjórðungur starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.

Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.

EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.


Var efnið hjálplegt? Nei