Ert þú brúarsérfræðingur?
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í fagteymið Brýr og hafnir á Samfélagssviði. Ráðgjafateymið samanstendur af öflugum sérfræðingum í hönnun samgönguinnviða.
Meðal verkefna framundan eru ný brú yfir Fossvogi, margvísleg rannsóknarverkefni og fleiri áhugaverð brúarverkefni á Íslandi, vistferilsgreiningar tengdar brúarframkvæmdum og verkefni í rammasamningi fyrir norsku Vegagerðina.
Helstu verkefni
- Hönnun og hönnunarstjórn nýrra brúarmannvirkja á Íslandi og í Noregi
- Greining og hönnun styrkinga á mannvirkjum í rekstri
- Eftirlit með brúarframkvæmdum.
- Rannsóknar- og nýsköpunarverkefni
Hæfniviðmið
- Háskólapróf í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
- Reynsla af hönnun og hönnunarstjórn í brúarverkefnum er æskileg
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta, norðurlandamál er kostur
Öll starfsemi EFLU byggir á teymisvinnu þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Við leitum því að kraftmiklu, jákvæðu og metnaðarfullu fólki sem hefur áhuga á fjölbreyttri verkefnaflóru þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda. Gildi okkar eru hugrekki, samvinna og traust.
Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði.
Starfið verður í auglýsingu þar til réttur einstaklingur finnst í starfið.
Vinnustaðurinn EFLA
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Um fjórðungur starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.
- Nánari upplýsingar um vinnustaðinn
- Nánari upplýsingar um stefnur EFLU
- Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda
- Um svið og starfsstöðvar EFLU