Ert þú framúrskarandi til að leiða teymi?

EFLA leitar að öflugum leiðtogum með sérfræðiþekkingu í samgöngum á Samfélagssvið fyrirtækisins. Um er að ræða störf í fagteymi vega og mælinga þar sem starfa 13 sérfræðingar sem taka þátt í fjölbreyttum þverfaglegum verkefnum í mismunandi teymum.

Laus störf hjá EFLUFagteymið sinnir fjölbreyttum verkefnum í samgöngum sem snúa að hönnunar- og verkefnastjórnun, veg-, gatna- og stígahönnun, viðhaldi vega, ásamt eftirliti með vega- og gatnaframkvæmdum.

Sérstaklega er sóst eftir starfsfólki með reynslu í hönnunar- og verkefnastjórnun fjölbreyttra verkefna, gerð útboðsgagna og þekkingu á veg- og gatnahönnun.

Helstu verkefni

 • Hönnunar- og verkefnastjórnun
 • Gerð útboðs- og verklýsinga
 • Veg-, gatna- og stígahönnun
 • Tilboðsgerð

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði, með áherslu á vega/ samgönguverkefni
 • Leiðtoga og skipulagshæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Reynsla af notkun hönnunarforrita t.d. NovaPoint, Civil3D, AutoCad o.fl.
 • Gott vald á íslensku og ensku, þekking á Norðurlandamáli er kostur

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði.

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningarvef EFLU fyrir 17. apríl 2021. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri Samfélagssviðs og Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, sviðsstjóri Mannauðsviðs.

Sækja um starf

EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og góðan starfsanda.


Var efnið hjálplegt? Nei