Eru orkuvinnsla og jarðvarmi þér hjartans mál?
Við viljum styrkja teymið okkar enn frekar og leitum að öflugum sérfræðingi á sviði jarðvarma og orkuvinnslu. Starfið verður unnið þverfaglega milli sviða og teyma innan EFLU og er möguleiki að starfa óháð staðsetningu.
Í starfinu munt þú starfa í áhugaverðum verkefnum tengdum jarðhita, orkuvinnslu og almennri jarðvarmanýtingu náið með sérfræðingum í teymi Véla á iðnaðarsviði EFLU og teymi endurnýjanlegrar orku á orkusviði EFLU.
Helstu verkefni
- Hönnun tengd jarðvarma, orkuvinnslu og hitaveitum
- Orkuútreikningar
- Verkefnastýring
- Ráðgjöf á sviði hönnunar og þjónusta til viðskiptavina
- Gerð útboðsgagna
- Gerð kostnaðaráætlana
- Möguleiki á alþjóðlegum verkefnum
Hæfniskröfur
- Menntun á sviði véla-, iðnaðar-, orku-, verk/tæknifræði.
- Reynsla í orku- og/eða iðnaðartengdum verkefnum
- Kunnátta á AutoCad og Inventor kostur
- Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
- Frumkvæði, sjálfstæði og samskiptahæfni
- Skipulögð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
- Kunnátta í ensku og norðurlandamálum er kostur
Nánari upplýsingar um starfið veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði.
Umsóknarfrestur er til og með 28. maí.
Vinnustaðurinn EFLA
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni.EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Um fjórðungur starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.