Hefur þú áhuga á að bæta viðhald bygginga?

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í byggingartækni. Um er að ræða starf á sviði bygginga í fagteymi um byggingartækni. Sem sérfræðingur í byggingartækni fengir þú tækifæri til að starfa í fjölbreyttum verkefnum tengt viðhaldi innan- og utanhúss, svo sem umsjón og eftirliti verklegra framkvæmda, rakaskimunum, ástandsskoðun, gallagreiningu og tillögu að endurbótum, auk verkefnastýringar.

Helstu verkefni:

 • Gerð útboðs- og samningsskilmála, verklýsinga og kostnaðaráætlana tengdum viðhaldsverkefnum innan og utanhúss.
 • Umsjón og eftirlit verklegra framkvæmda.
 • Rakaskimun og kynning á niðurstöðum og tillögum að endurbótum
 • Ástandsskoðanir fasteigna, gallagreining og tillögum að endurbótum
 • Verkefnastýring
 • Byggingaeðlisfræði bygginga

Hæfniviðmið:

 • Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði
 • Iðnmenntun og/eða reynsla af byggingarframkvæmdum er kostur
 • Reynsla af áætlanagerð og stjórnun verkefna
 • Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
 • Metnaður til starfsþróunar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní.

Sækja um starf


Vinnustaðurinn EFLA

EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni.

EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Um fjórðungur starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.

Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.

EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.


Var efnið hjálplegt? Nei