Hönnuður stjórn- og stýrikerfa

EFLA óskar eftir að ráða til starfa sérfræðing í fagteymi stjórnkerfa innan iðnaðarsviðs. Í teyminu starfa 20 sérfræðingar sem sinna verkefnum á breiðum grunni tæknikerfa og sjálfvirknilausna. Fagteymi stjórnkerfa hefur faglegan metnað og árangursríka teymisvirkni að leiðarljósi og þjónustar viðskiptavini sína af ábyrgð.

Starfssvið

  • Hönnun og forritun stjórn- og stýrikerfa fyrir framleiðslufyrirtæki, veitustofnanir og hússtjórnarkerfi
  • Forritun iðntölva
  • Þróun SCADA kerfa
  • Þjónusta við viðskiptavini

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af forritun á sviði iðnstýringa er kostur
  • Þekking á gagnagrunnum er kostur
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Vilji til að tileinka sér nýjungar og takast á við tæknilegar áskoranir
  • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Á EFLU starfa fleiri karlar en konur og hvetjum við því konur sérstaklega til að sækja um. 

EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi og góðan starfsanda.

Umsóknarfrestur: 18. janúar 2021.

Nánari upplýsingar fást í síma 412 6000 eða með því að senda tölvupóst.  

Sækja um starf


Var efnið hjálplegt? Nei