Líður þér vel í eldhúsinu?

Við leitum að öflugum starfskrafti til að styrkja enn frekar teymið okkar í eldhúsinu. EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða starfsfólki fjölbreyttan, hollan og góðan mat í hádeginu. Í eldhúsinu starfar einvala lið fagfólks sem saman vinnur að því að gera það að matreiða heilsusamlegan og góðan mat fyrir starfsfólk.

Starf matráðs tilheyrir mannauðssviði sem er umhugað um heilsu starfsfólks enda skilar bætt líðan sér bæði í jákvæðari og betri starfskrörftum.

Helstu verkefni

  • Vörumóttaka
  • Framleiðsla og umsjá á salatbar
  • Uppvask og frágangur
  • Þjónusta við kaffistöðvar
  • Fundarþjónusta
  • Almenn þrif á eldhúsi

Hæfniviðmið

  • Reynsla af vinnu í eldhúsi eða mötuneyti er kostur
  • Rík þjónustulund
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Sveigjanleiki og samstarfsvilji
  • Íslensku kunnátta

EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni. EFLA er með starfsstöðvar um allt land, en höfuðstöðvarnar eru að Lynghálsi 4 í Reykjavík.

Öll starfsemi EFLU byggir á teymisvinnu þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Við leitum því að kraftmiklu, jákvæðu og metnaðarfullu fólki sem hefur áhuga á fjölbreyttri verkefnaflóru þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda. Gildi okkar eru hugrekki, samvinna og traust.

Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði.

Umsóknarfrestur er til og með 4. desember.

Sækja um starf


Vinnustaðurinn EFLA

EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks starfar. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 


Var efnið hjálplegt? Nei