Ertu nemi með áhuga á snjöllum samgöngum?
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum sumarstarfskrafti til þess að koma að nýsköpunarverkefninu Snjallvæðing samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er frábært tækifæri til að læra af reynslumiklum sérfræðingum og koma að áhugaverðum verkefnum. Starfið tilheyrir teymi skipulags- og samgangna á Samfélagssviði EFLU.
Helsta verkefni sumarstarfskraftsins er að vinna að nýsköpunar- og rannsóknarverkefni á sviði snjallara samgangna sem krefst meðal annars rannsóknarvinnu, skýrsluskrifa, greiningu gagna (m.a. landupplýsingagagna) og kortagerðar.
Hæfniviðmið
- Nemi í umhverfis- og/eða byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða sambærilegt
- Áhugi á samgöngumálum
- Rík hæfni í samskiptum og samvinnu í teymi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Að umsækjandi hafi verið í viðeigandi námi síðasliðinn vetur
Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði.
Umsóknarfrestur er til og með 7. maí.
Vinnustaðurinn EFLA
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Um fjórðungur starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.