Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda um störf hjá EFLU

Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda

Varðandi umsókn þína hjá EFLU, mun fyrirtækið, sem ábyrgðaraðili, safna og vinna með persónugreinanlegar upplýsingar þínar í þeim tilgangi sem tilgreindur er hér að neðan. Vinsamlegast kynnið ykkur vel eftirfarandi atriði til þess að skilja hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar. 

Hvaða gögnum söfnum við um þig og í hvaða tilgangi

Við söfnum og vinnum eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að meðhöndla umsókn þína og annað tengt ráðningarferlinu:

 • Nafn; kennitala; netfang; heimilisfang; símanúmer; mynd; upplýsingar um fyrri atvinnu og menntun og aðrar upplýsingar sem koma fram í ferilskrá; prófskírteini og önnur skjöl sem þú hefur útvegað okkur; upplýsingar frá meðmælendum, ef við á, og innra mat sem fer fram á þér í tengslum við umsóknina; sakavottorð ef eðli starfsins kallar á slíkt.

Sjálfvirk gagnavinnsla

Engin sjálfvirk gagnavinnsla fer fram við ráðningar hjá EFLU.

Frá hverjum söfnum við þínum persónuupplýsingum?

Upplýsingunum er safnað frá þér og eftir atvikum í gegnum umsagnaraðila sem þú bendir okkur á. Í einstaka tilvikum er notast við ráðningarskrifstofur sem sjá um að flokka umsækjendur miðað við þær hæfnis- og menntunarkröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs.

Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu

Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga þinna er nauðsynleg til að geta metið hæfni þína sem umsækjanda um starf hjá EFLU og byggir á 2. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, en þar segir að vinnsla sé heimil, sé hún nauðsynleg til að efna samning sem hinn skráði er aðili að eða til að gera ráðstafanir að beiðni skráðs einstaklings áður en samningur er gerður.

Hvert flytjum við gögnin þín?

Flutningur gagna til vinnsluaðila. Í tengslum við úrvinnslu umsóknar þinnar er mögulegt að gögn þín séu flutt til umsjáraðila upplýsingakerfa sem vinna með eða geyma gögn fyrir okkur. Vinnslusamningur við viðkomandi aðila liggur að baki slíkum flutningi.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar um þig?

Við geymum persónuupplýsingarnar svo lengi sem við teljum nauðsynlegt til að uppfylla þann tilgang sem nefndur er hér að ofan, þó ekki lengur en sex mánuði.

Réttindi þín

Með fyrirvara um þau skilyrði sem nánar er fjallað um í gildandi löggjöf um persónuvernd, þá átt þú rétt á:

 • Aðgengi að persónuupplýsingunum þínum
 • Að láta leiðrétta / eða eyða persónuupplýsingum þínum
 • Að láta takmarka vinnslu með þínar persónuupplýsingar
 • Að draga til baka gefið samþykki þitt til vinnslu persónuupplýsinga hvenær sem er
 • Að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna
 • Að andmæla gerð persónusniðs

Þú hefur einnig rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd sjáir þú ástæðu til þess. Upplýsingar um Persónuvernd má finna á vefsíðu stofnunarinnar.

Frekari upplýsingar

Vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvupósti eða í síma 412 6000 ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vernd persónuupplýsinga þinna eða ef þú vilt nýta þér lagaleg réttindi þín.

Endurskoðun persónuverndaryfirlýsingar 

Persónuverndaryfirlýsing þessi er endurskoðuð reglulega og uppfærð ef tilefni er til. Síðast var yfirlýsingin uppfærð þann 20. nóvember 2018. 


English version

Privacy notice for applicants for employment at EFLA

In connection with your application to EFLA, EFLA will, as the data controller, collect and process personal data about you for the purposes specified below. Therefore, please read this text carefully in order to understand how we process your personal data.

Which data do we collect about you and for which purposes?

We collect and process the following types of personal data for the purpose of handling your application and related recruitment activities hereto; for other positions within EFLA:

 • Your name; date of birth;  e-mail address; home address; country of residence; telephone number, photo; employment and education details and other information provided by you in your CV, diploma or any other documents disclosed by you to us, contact details on referees, test results and internal candidate evaluations carried out in connection your application process.  Occasionally we request a criminal record.

Profiling

No automatic data processing occurs regarding the recruitment process at EFLA.

From whom do we collect your personal data?

The personal data is collected from you or references given by you to us. 

Legal basis for processing

We collect and process your data based on article 9, paragraph 1(2) of Act. no. 90/2018 on Data Protection and the Processing of Personal Data (performance of contract).

To whom do we transfer your personal data?

We may transfer your personal data to system providers, including cloud service providers who process or store your personal data on our behalf in connection with one or more purposes outlined above, based on a data processing agreement.

How long do we store your data?

We store your personal data for as long as necessary to fulfil the purposes above, however, for no longer than 6 months.

Your rights

Subject to the conditions set out in the applicable data protection legislation, you enjoy the following rights:

 • The right to request access to the personal data registered of you
 • The right to rectification and /or erasure the personal data
 • The right to restriction of processing
 • The right to withdraw your consent at any time
 • The right to objection to the processing of your personal data
 • You also have the right to lodge a complaint with the competent supervisory authority.

Contact Details

Please contact us at via e-mail if you have any questions in regards to the protection of your personal data or if you wish to exercise your legal rights.

Revision of our privacy notice

We keep our privacy notice under regular review and thus the notice may be subject to changes. The last update occured on 26.11.2018.

EFLA hf | Lynghálsi 4 | 110 Reykjavík | Iceland


Var efnið hjálplegt? Nei