Rafmagnstækni- eða rafmagnsverkfræðingur

Um er að ræða verkefni tengd stjórnkerfum iðnfyrirtækja, veitna og virkjana hjá EFLU Norðurlandi. Þar starfa nú rúmlega 20 starfsmenn í samhentu teymi sem vinnur náið með öðrum sviðum EFLU.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í rafmagnsverkfræði eða rafmagnstæknifræði
  • Þekking og reynsla á stjórnkerfum, sjálfvirkni eða hugbúnaðarþróun er nauðsynleg
  • Reynsla af iðnaðarferlum, veitum og/eða raforkuframleiðslu er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Þjónustulipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku, Norðurlandamál er kostur
Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningavef EFLU fyrir 20. mars næstkomandi.

Sækja um

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir eru geymdar í sex mánuði, nema umsækjandi óski eftir að þeim verði eytt fyrr. EFLA hvetur bæði konur og karla til að sækja um.

Nánari upplýsingar: 412 6000 eða job@efla.is

Vinnustaðurinn EFLA


Var efnið hjálplegt? Nei