Sérfræðingur í brunahönnun

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni í fullt starf á byggingasviði með sérhæfingu í brunaöryggi. EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi og góðan starfsanda.

Starfssvið

  • Brunahönnun fyrir allar gerðir bygginga
  • Verkefnavinna og ráðgjöf tengd bruna- og öryggismálum
  • Gerð útreikninga, áhættugreininga og líkana
  • Gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana
  • Skýrslugerð og samskipti við yfirvöld

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í verkfræði- eða tæknifræði
  • Sérhæfing í brunatæknilegri hönnun/brunaöryggi bygginga eða áhættugreiningu
  • Reynsla af brunahönnun bygginga eða mikill áhugi á sérhæfingu innan málaflokksins
  • Rík hæfni til samskipta og samvinnu og metnaður til starfsþróunar
  • Góð þekking á íslensku, enskufærni og þekking á norðurlandamáli er kostur
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Á byggingasviði EFLU starfa fleiri karlar en konur og hvetjum við því konur sérstaklega til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir, Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri byggingasviðs EFLU. 

Umsóknarfrestur: 2. nóvember 2020

Sækja um starf


Var efnið hjálplegt? Nei