Sérfræðingur í burðarvirkjahönnun á Austurlandi

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í burðarvirkjahönnun. Um er að ræða starf á EFLU Austurlandi. Hér er einstakt tækifæri fyrir áhugasaman aðila að koma að mótun og þróun þjónustu og þekkingar á sviði burðarvirkjahönnunar.

Starfssvið

 • Hönnun burðarvirkja
 • Gerð útboðsgagna og verklýsinga
 • Gerð kostnaðaráætlana
 • Önnur almenn verkfræðiráðgjöf, eftirlit, verkefnastjórn, hönnunarstjórn,

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
 • Reynsla af burðarvirkjahönnun er æskileg
 • Réttindi til uppáskrifta teikninga er kostur
 • Þekking á Revit eða sambærilegum hugbúnaði
 • Reynsla af notkun hönnunarforrita
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og rit. Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur.

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningarvef EFLU eigi síðar en 23. janúar 2022. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veita svæðisstjóri Austurlands, Einar Andrésson eða Elis Eiríksson, fyrirliði byggingasviðs EFLU Austurlands.

Sjá nánar um starfsstöðvar EFLU á Austurlandi.

EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og góðan starfsanda.

Sækja um starf


Var efnið hjálplegt? Nei