Sérfræðingur í byggingartækni á Vestfjörðum

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í byggingartækni. Um er að ræða starf á Vestfjörðum í fagteymi bygginga. Starfsstöð er á Ísafirði og best væri að viðkomandi gæti hafið störf í janúar eða eftir nánara samkomulagi. 

Starfssvið

 • Umsjón og eftirlit verklegra framkvæmda.
 • Rakaskimun bygginga og kynning á niðurstöðum og tillögum að endurbótum.
 • Ástandsskoðanir fasteigna, gallagreining og tillögur að endurbótum.
 • Byggingaeðlisfræði bygginga.
 • Hönnun mannvirkja á sviði vatnslagna og burðarvirkis.
 • Gerð útboðs- og samningsskilmála, verklýsingar og kostnaðaráætlanir tengt viðhaldsverkefnum innan- og utanhúss.
 • Umsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum bygginga.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði er skilyrði.
 • Iðnmenntun og/eða reynsla af byggingaframkvæmdum er kostur.
 • Þekking á innivist og loftgæðum í byggingum er kostur.
 • Þekking á helstu teikniforritum er æskileg, t.d. Autocad og Revit.
 • Mikill áhugi á sérhæfingu og starfsþróunar innan starfssviðs.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum, framsögu og geta til að vinna vel í teymi.
 • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
 • Góð þekking á íslensku og ensku, einnig er þekking á Norðurlandamáli kostur.

Vinnustaðurinn EFLA 

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. 

Ef þú leitar að afbragðs starfsumhverfi og áhugaverðum starfsvettvangi í alþjóðlegu umhverfi og hressu samstarfsfólki þá gætum við átt samleið. 

EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki, með skýra jafnréttisstefnu og leitumst við að jafna kynjahlutfall innan hinna ýmsu starfa hjá okkur. Við hvetjum því konur jafnt sem karla, til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningarvef EFLU fyrir 12. desember 2021. Starfsfólk mannauðsteymis, ásamt svæðisstjóra EFLU á Vestfjörðum, hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar um starfið veitir svæðisstjóri EFLU Vestfjarða, Samúel Orri Stefánsson
og Erla Dröfn Kristjánsdóttir, mannauðssérfræðingur EFLU.

Sækja um

Aðrar upplýsingar


Var efnið hjálplegt? Nei