Sérfræðingur í veg-, gatna- og stígahönnun

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi sem hefur áhuga á að bætast í fagteymi vega og mælinga.
AtvinnaÍ fagteyminu starfa sérfræðingar sem sinna fjölbreyttum verkefnum á samfélagssviði EFLU. Verkefnin snúa að hönnunar- og verkefnastjórnun, veg-, gatna- og stígahönnun, viðhaldi vega, mælingum, ásamt eftirliti með vega- og gatnaframkvæmdum.

Starfssvið

  • Veg-, gatna- og stígahönnun
  • Gerð útboðs- og verklýsinga
  • Hönnunar- og verkefnastjórnun
  • Tilboðsgerð

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
  • Reynsla af hönnun vega/samgönguverkefni er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Reynsla í notkun hönnunarforrita t.d. NovaPoint, Civil3D, AutoCad o.fl. er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku, þekking á Norðurlandamáli er kostur
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði.

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningarvef EFLU fyrir 31.12.2021. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri á samfélagssviði.

EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi og góðan starfsanda.

Sækja um starf


Var efnið hjálplegt? Nei