Skiptir sjálfbærni fyrirtækja þig máli?
EFLA leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi á sviði sjálfbærnimála. Sem sérfræðingur í teymi umhverfismála og vottana á Samfélagssviði EFLU kæmir þú að ráðgjöf varðandi ýmis sjálfbærnimál s.s. umhverfis- og loftlagsmál, sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja og umhverfisvottanir.
Helstu verkefni
- Ráðgjöf á sviði sjálfbærniupplýsinga fyrirtækja
- Ráðgjöf við mótun og innleiðingu sjálfbærnistefnu fyrirtækja
- Ráðgjöf við innleiðingu á flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (EU Taxonomy)
- Ráðgjöf við umhverfis- og sjálfbærnivottanir fyrirtækja
- Ráðgjöf á sviði loftslagsmála, úrgangsmála og umhverfisstjórnunar
- Ráðgjöf varðandi BREEAM IN USE vottanir
- Verkefnastjórnun
- Þjónusta við viðskiptavini
Hæfniviðmið
- Sjálfbærniverkfræði, umhverfisverkfræði, umhverfis- og auðlindafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og rík hæfni til samskipta og samvinnu
- Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs og metnaður til starfsþróunar
- Skipulögð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði.
Umsóknarfrestur er til og með 3.desember nk.
Vinnustaðurinn EFLA
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Um fjórðungur starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni.
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.