Starf á fagsviði vega

Verkefni fagsviðs vega, sem tilheyrir samgöngusviði, snúa að veg- og gatnahönnun, viðhaldi vega, eftirliti með gatnaframkvæmdum og  hönnunarstjórnun.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í samgönguverkfræði, byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði
  • Miklir skipulagshæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku, Norðurlandamál er kostur

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningavef EFLU fyrir 15. febrúar næstkomandi.

Sækja um

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir eru geymdar í sex mánuði, nema umsækjandi óski eftir að þeim verði eytt fyrr.

Nánari upplýsingar:  412 6000 eða job@efla.is

Vinnustaðurinn EFLA 


Var efnið hjálplegt? Nei