Hlutastarf í frábæru mötuneyti

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni í 60% starf í mötuneyti fyrirtækisins að Lynghálsi 4, Reykjavík.

Sá einstaklingur sem við leitum að þarf að hafa mikla og óbilandi þjónustulund. Hann þarf að vera skipulagður í verkum sínum, sýna af sér sjálfstæði og frumkvæði í starfi og vera stundvís og reglusamur. Ástríða í matargerð er afar góður kostur.

Við hvetjum konur jafnt sem karla að sækja um starfið og hægt er að senda umsókn í gegnum ráðningarvefinn okkar.  

Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur:
31. mars 2019

Nánari upplýsingar:
412 6000 eða job@efla.is

Sækja um


Var efnið hjálplegt? Nei