Sumarstörf 2020

Sumarstarf

EFLA leitar að efnilegum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum verkfræði- eða tæknifræðinemum í sumarstörf með framtíðarstarf í huga. EFLA leggur áherslu á að veita ungum starfsmönnum tækifæri til að axla ábyrgð í verkefnum og þróast í starfi. Ráðnir verða sumarstarfsmenn á öll svið og svæði fyrirtækisins.

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal berast í gegnum ráðningarvef EFLU. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.

Mikilvægt er að vanda til verka þegar umsókn er fyllt út. Senda skal ferilskrá og kynningarbréf í viðhengi með starfsumsókninni. Einnig er gott að senda með einkunnir úr náminu sem komnar eru þegar sótt er um.

EFLA hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um sumarstarf.

Sækja um starf

 Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2020.

Sumarstörf 2020

Var efnið hjálplegt? Nei