Sumarstörf hjá EFLU 2021
EFLA leitar af efnilegum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum verkfræði- eða tæknifræðinemum í sumarstörf með framtíðarvinnu í huga. EFLA leggur áherslu á að veita ungum starfsmönnum tækifæri á að axla ábyrgð í verkefnum og þróast í starfi. Ráðnir verða sumarstarfsmenn á öll svið (byggingar-, samfélags-, orku- og iðnaðarsvið) og svæði (höfuðborgarsvæði, Austurland, Norðurland og Suðurland) fyrirtækisins.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi og góðan starfsanda.
Umsókn með upplýsingum um menntun, einkunnum og starfsreynslu skal berast gegnum ráðningarvef EFLU. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.
Mikilvægt er að vanda til verka þegar umsókn er fyllt út. Mjög gott er að senda ferilskrá og kynningarbréf með umsókninni.
EFLA hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um sumarstarf.
- Nánari upplýsingar um vinnustaðinn
- Nánari upplýsingar um stefnur EFLU
- Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2021.