Svæðisstjóri - Suðurland

EFLA leitar að öflugum stjórnanda til að leiða starfsemi EFLU á Suðurlandi. Höfuðstöðvar EFLU á Suðurlandi eru á Selfossi, en einnig er starfsstöð á Hellu.

Starfssvið svæðisstjóra:

 • Leiðir svæðisteymi EFLU á Suðurlandi, sem ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri
 • Ábyrgð á markaðsmálum, mannauðsmálum, rekstri og þróun
 • Leiðir stefnumótun og framþróun á svæðinu og er þátttakandi í stefnumótum og þróun EFLU í heild
 • Tryggir samræmingu og samstarf svæðisins við EFLU í heild
 • Sinnir sérfræðiþjónustu við viðskiptavini í samræmi við menntun og reynslu

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leiðtogahæfileikar og mikil færni í mannlegum samskiptum
 • Menntun sem nýtist í starfi, framhaldsnám á háskólastigi t.d. í verkfræði eða öðrum tæknigreinum er æskileg
 • Reynsla og árangur í leiðandi hlutverkum, stjórnun og rekstri
 • Stefnumótandi og árangursmiðuð hugsun
 • Hæfileikar til að skapa sterka liðsheild
 • Ef þú leitar að afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðum starfsvettvangi í alþjóðlegu umhverfi og hressu samstarfsfólki þá gætum við átt samleið.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Þannig vinnum við að fjölbreyttum verkefnum í teymum þvert á svið og svæði. EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki með skýra jafnréttisstefnu og leitast við að jafna kynjahlutfall innan hinna ýmsu starfa hjá okkur. Í stjórnendateymi EFLU eru karlar í meirihluta og hvetjum við því önnur kyn sérstaklega til að sækja um.


Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum vef EFLU, fyrir 22. maí 2022.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir sviðsstjóri Mannauðs.

EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma, og góðan starfsanda. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust.

Sækja um starf


Vinnustaðurinn EFLA

EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks starfar. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 


Var efnið hjálplegt? Nei