Tækniteiknari á Austurlandi

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum tækniteiknara. Um er að ræða starf hjá EFLU Austurlandi. 

Starfssvið

 • Teiknun séruppdrátta fyrir öll kerfi mannvirkja
 • Kerfisstjórnun teiknikerfa
 • Viðhald kortagrunna í landupplýsingakerfum
 • Skjalastýring
 • Fjölbreytt verkefni á öllum fagsviðum (Iðnaðar-, bygginga-, orku- og samfélagssviði)

Hæfniskröfur


 • Nám í tækniteiknun eða nám í samræmi við starfslýsingu.
 • Góð kunnátta á Revit
 • Kunnátta á AutoCad
 • Nákvæmni og auga fyrir smáatriðum
 • Jákvæðni og framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni
 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði
 • Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og ný forrit
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði.

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningarvef EFLU  eigi síðar en 23. janúar 2022. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir svæðisstjóri Austurlands, Einar Andrésson í tölvupósti.

Sjá nánar um starfsstöðvar EFLU á Austurlandi.

EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og góðan starfsanda.

Sækja um starf


Var efnið hjálplegt? Nei