Tækniteiknari á samfélagssvið

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum tækniteiknara. Um er að ræða starf á samfélagssviði í fagteyminu vegir og mælingar.

Starfssvið:

  • Vega-, gatna- og stígateikningar
  • Brúarteikningar
  • Landmótunarteikningar

Hæfniskröfur:

  • Próf í tækniteiknun
  • Góð kunnátta á AutoCad
  • Kunnátta á AutoCad Civil 3D er kostur
  • Kunnátta á Revit er kostur
  • Jákvæðni og framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði

EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni. EFLA er með starfsstöðvar um allt land, en höfuðstöðvarnar eru að Lynghálsi 4 í Reykjavík. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Þannig vinnum við að fjölbreyttum verkefnum í teymum. EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki með skýra jafnréttisstefnu og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri. EFLA leitast eftir því að fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði.

Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda. Gildi okkar eru hugrekki, samvinna og traust.

Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og Eva Þrastardóttir, fyrirliði fagteymis vega og mælinga.

Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember.

Sækja um starf


Vinnustaðurinn EFLA

EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks starfar. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 


Var efnið hjálplegt? Nei