Vélahönnuður

EFLA óskar eftir að ráða vélahönnuð sem hefur reynslu af vélbúnaðarhönnun fyrir framleiðslufyrirtæki. Viðkomandi mun starfa í þverfaglegu teymi sem hannar sjálfvirknilausnir.

Undanfarin ár hefur EFLA verið að byggja upp teymi sérfræðinga sem sérhæfa sig í að bjóða framleiðslufyrirtækjum heildarlausnir í kringum sjálfvirkni.

Vélahönnuðir og sjálfvirknisérfræðingar vinna náið saman við að þróa og hanna tæknilausnir fyrir viðskiptavini þar sem áhersla er lögð á að nýta nýjustu tækni sem völ er á og veita framúrskarandi þjónustu.

Starfssvið

  • Vélbúnaðarhönnun
  • Hönnunarvinna fyrir iðnfyrirtæki
  • Kostnaðaráætlanir, verk- og tæknilýsingar
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • M.Sc eða B.Sc gráða í véla-, hátækni eða iðnaðarverkfræði / tæknifræði
  • Kunnátta á AutoCad og Inventor/Solidworks skilyrði
  • 5 ára starfsreynsla í vélbúnaðarhönnun æskileg
  • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Kunnátta í ensku og norðurlandamálum er kostur

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningarvef EFLU fyrir 27. október 2021. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri iðnaðarsviðs, Skúli Jónsson eða Erla Dröfn Kristjánsdóttir, mannauðssérfræðingur.

Sækja um 

Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið uppúr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og góðan starfsanda.


Var efnið hjálplegt? Nei