Vilt þú stuðla að sjálfbærni í mannvirkjagerð?

Sjálfbærni er rauður þráður í öllum verkefnum hjá okkur. Við viljum styrkja teymið okkar enn frekar og leitum að öflugum sérfræðingi á sviði sjálfbærni í mannvirkjagerð. Starfið tilheyrir samfélagssviði EFLU sem er leiðandi afl í þróun framsækinna sjálfbærra lausna.

Helstu verkefni

  • Ráðgjöf varðandi vistvottanir nýrra bygginga og rekstur s.s. BREEAM og Svanurinn
  • Ráðgjöf á sviði sjálfbærni mannvirkja s.s loftslagsmál, hringrásarhagkerfið og efnisval
  • Þverfagleg samvinna við hönnuði, verktaka og verkkaupa

Hæfniskröfur

  • Umhverfis- og byggingarverkfræði, arkitektúr eða önnur sambærileg háskólamenntun
  • Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
  • Frumkvæði og samskiptahæfni
  • Skipulögð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • BREEAM matsmannsréttindi og BREEAM AP réttindi eru kostur.
  • 3-5 ára starfsreynsla í faginu

Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði.

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um starf

Vinnustaðurinn EFLA

EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks starfar. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 
Var efnið hjálplegt? Nei