Stefnur EFLU

Fyrirsagnalisti

Stefnur og vottanir

Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélagið, með því að veita alhliða ráðgjöf í verkfræði og tækni, ásamt því að stunda nýsköpun og þróun á tengdum sviðum.

Lesa meira

Gæða- umhverfis og vinnuverndarstefna

Helsta hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. EFLA er framsækið og leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem leggur metnað í að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina og miðla umhverfisvænum lausnum og öryggi í hönnun og ráðgjöf. EFLA starfar í samræmi við gildandi lagalegar kröfur.

Lesa meira

Þjónustustefna EFLU

EFLA ætlar að veita framúrskarandi þjónustu sem stuðlar að auknu virði til viðskiptavina. EFLA stefnir að því að vera fyrsta val viðskiptavinarins sem samstarfsaðili í verkefnum. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og skulu þau höfð að leiðarljósi í allri þjónustu.

Lesa meira

Persónuverndaryfirlýsing EFLU

Í þessari persónuverndaryfirlýsingu er verklagi EFLU lýst varðandi þær upplýsingar sem EFLA safnar vegna starfsemi fyrirtækisins og hvernig vinnslu þeirra upplýsinga er háttað. Stærstur hluti viðskiptavina EFLU eru lögaðilar en í þeim tilfellum þar sem EFLA vinnur með persónugreinanlegar upplýsingar er leitast við að vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er án þess þó að skerða þjónustu við viðskiptavini.

Lesa meira

Jafnréttis- og jafnlaunastefna

Jafnréttis- og jafnlaunastefnu EFLU er ætlað að stuðla að jafnrétti alls starfsfólks, þar með talið að greidd séu sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf.

Lesa meira

Mannauðsstefna

Auðlindir EFLU eru fólgnar í starfsfólki fyrirtækisins, þekkingu og víðtækri reynslu þeirra.

Lesa meira

Samgöngustefna

Með samgöngustefnu sinni vill EFLA stuðla að minni mengun, heilbrigðari lífsháttum og bættri borgarmynd.

Lesa meira

Nordic Built sáttmálinn

Við, sem þátttakendur í norrænni mannvirkjagerð, hyggjumst taka höndum saman og nýta sameinaða krafta okkar til að leggja fram sjálfbærar lausnir sem kallað er eftir á Norðurlöndunum og víða um heim.

Lesa meira

UN Global sáttmáli og samfélagsleg ábyrgð

EFLA setur umhverfismál og samfélagslega ábyrgð í öndvegi og vinnur eftir skýrri stefnu þar sem lögð er áhersla á stöðugar umbætur til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfseminni.

EFLA fylgir 10 grundvallarviðmiðum Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð sem lúta að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfi og baráttu gegn spillingu.

Lesa meira


Var efnið hjálplegt? Nei