Umhverfis- og öryggisstefna

Hjá EFLU er leitast við að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar í samræmi við vottað umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins.

Umhverfis- og öryggisstefnu EFLU gætir í daglegum rekstri, við ráðgjöf, í innkaupum og í vali á birgjum. Lögð er áhersla á heilnæmt og öruggt vinnuumhverfi starfsmanna EFLU hvort sem er á starfsstöðvum eða á verkstað.

EFLA stuðlar að því að tekið sé tillit til umhverfis- og öryggismála við hönnun og ráðgjafarvinnu fyrirtækisins.


Með þessu er átt við að:

 • EFLA sé leiðandi í umræðu um umhverfisvæna valkosti við hönnun og stjórnun
 • Viðskiptavinum EFLU sé bent á umhverfisvæna valkosti þar sem slíkt er tæknilega og fjárhagslega mögulegt
 • Starfsmenn séu hvattir til vistvænnar hönnunar eftir því sem kostur er
 • EFLA bjóði upp á öfluga ráðgjöf á sviði umhverfis- og öryggismála

Neikvæðum umhverfisáhrifum af rekstri fyrirtækisins er haldið í lágmarki.


Með því að:

 • Skilgreina árlega mælanleg umhverfismarkmið, vakta árangurinn og skrá í grænt bókhald til að tryggja stöðugar umbætur á sviði umhverfismála
 • Stuðla að betri nýtingu auðlinda, minni sóun hráefna og aukinni endurnýtingu og endurvinnslu
 • Leitast við að velja vistvæna vöru og þjónustu
 • Tryggja að starfsfólk EFLU þekki og starfi eftir umhverfis-, heilsu- og öryggisstefnu fyrirtækisins
 • Hvetja starfsmenn til að hagræða í ferðum á vegum fyrirtækisins og nýta sér vistvænan ferðamáta í og úr vinnu

Tryggðar eru stöðugar umbætur á sviði heilsu-, öryggis- og vinnuverndarmála


Með því að:

 • Gera greiningu á starfsumhverfi (áhættumat) fyrir öll störf hjá EFLU
 • Veita starfsmönnum nauðsynlega leiðsögn og þjálfun
 • Gera reglulega könnun meðal starfsmanna á viðhorfi þeirra til vinnuumhverfisins
 • Hafa starfandi öryggisnefnd sem aðstoðar við undirbúning og tillögugerð varðandi umbætur á sviði vinnuverndarmála á starfsstöðvum fyrirtækisins
 • Vakta árlega skilgreinda vinnuverndarþætti og fylgja eftir nauðsynlegum aðgerðum

EFLA fylgist auk þess vel með þeirri þróun sem á sér stað í lagaumhverfinu m.t.t. umhverfis-, heilsu- og öryggismála og fylgir í hvívetna þeim kröfum sem gerðar eru.

Til bakaVar efnið hjálplegt? Nei