Svið hjá EFLU

Eftirfarandi svið eru hjá EFLU: byggingar, iðnaður, orka, og samfélag og stoðsviðin mannauður, rekstur og markaðsþróun​. Svæðisskrifstofur EFLU eru á Norðurlandi, Suðurlandi,  Vesturlandi, Reykjanesbæ, Vestfjörðum og á Austurlandi. 

Um svið og starfsstöðvar EFLU

Byggingar

EFLA hefur verið í fararbroddi við hönnun mannvirkja. Það á bæði við í nýbyggingum og endurgerð bygginga. Vistvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi og rík áhersla lögð á nýsköpun og þróun. Sérstaða EFLU felst í mikilli breidd, alhliða þekkingu og hæfni til að koma fram með óhefðbundnar lausnir í krefjandi verkefnum, t.d. við undirbúning, áætlunargerð, hönnun, eftirlit og verkefnastjórnun.


Vellíðan og heilsa notenda í byggingum er ætíð í forgrunni og tekur hönnunin mið af vönduðu efnisvali, loftgæðum, hljóðvist, orkunýtni og lýsingu. Ávallt er miðað að því að lágmarka umhverfisáhrif bygginga yfir líftíma þeirra til þess að minnka kolefnisfótspor og stuðla að sjálfbærni.

Iðnaður

Sérfræðingar EFLU hafa alþjóðlega reynslu í verkefnum og ráðgjöf í iðnaði og framleiðslu, þar með talið í stjórnkerfum, vinnsluferlum, stýringum og sjálfvirkni. Við blasir áframhaldandi hröð þróun tengd tækni og stafrænni umbreytingu þar sem EFLA styður viðskiptavini í þeirri vegferð.

EFLA veitir fjölbreytta ráðgjöf í iðnaði til að auka skilvirkni, framleiðni, öryggi, upplýsingagjöf og gæði í vinnsluferlum og þjónustu. Einnig er til staðar yfirgripsmikil þekking á vinnsluferlum og sjálfvirknivæðingu í iðnaði og stjórnkerfum. Unnið er markvisst að þróun snjalllausna og
heildarlausna þar sem gervigreind, róbótatækni og myndgreining gegnir mikilvægu hlutverki.​

Orka

EFLA veitir heildstæða ráðgjöf við undirbúning, rannsóknir og virkjun endurnýjanlegrar orku ásamt flutnings- og dreifikerfi raforkunnar. EFLA hefur mikla alþjóðlega reynslu í hönnun orkuflutningskerfa. Jafnframt býr EFLA yfir sterkri faglegri sérhæfingu í orkumálum og hefur áratuga reynslu í hagrænum greiningum og ráðgjöf á sviði orkumála og raforkukerfisins í heild.

Aðgangur að sjálfbærri orku og orkuskipti verða grundvallaratriði í framförum og hagsæld í framtíðinni og lykilþáttur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. EFLA er leiðandi þátttakandi í þróun lausna og ráðgjafar á þessu sviði.

​Samfélag

EFLA hefur það að markmiði að vera lykilþátttakandi í að bæta samfélagið í þeim tilgangi að auka lífsgæði, þróa mikilvæga innviði og styrkja atvinnulífið. Undirstöðuatriði framsækinna lausna byggja á sjálfbærni og opnar stafræn þróun ný tækifæri á öllum sviðum samfélagsins.
EFLA er leiðandi í sjálfbærum lausnum fyrir viðskiptavini til að bæta samfélagið með umhverfisleg, samfélagsleg og hagræn sjónarmið að leiðarljósi. 

Þjónustan spannar fjölbreytt svið, t.d. stefnumótun í samfélagslegum viðfangsefnum, greiningar, skipulagsgerð, umhverfis- og loftslagsmál. Einnig undirbúningsrannsóknir fyrir mannvirkjagerð ásamt hönnun, uppbyggingu, viðhaldi og rekstri innviða samfélagsins þar með taldar skilvirkar, öruggar og vistvænar samgöngur og hönnun samgöngumannvirkja og vatns- fráveitu og hitaveitukerfa.


​Starfsstöðvar EFLU

EFLA leggur mikla áherslu á nærþjónustu og starfrækir starfsstöðvar um allt land. Starfsstöðvarnar hafa sterkt bakland varðandi heildarþjónustu og lausnir EFLU og eru mikil tengsl á milli allra starfsstöðvanna, óháð staðsetningu.

EFLA á Suðurlandi

EFLA á Suðurlandi býður upp á alhliða verkfræðiráðgjöf. Meðal verkefna á svæðinu eru framkvæmdir tengdar byggingum, mannvirkjum, lagnahönnun og framkvæmdastjórnun. Ennfremur sinnir stofan öllum störfum á sviði skipulagsmála, einkum aðal- og deiliskipulag, landskipti, og mati á umhverfisáhrifum framkvæmda (MÁU).

Landmælingar, kortagerð og útsetning á landi hefur verið eitt af sérsviðum EFLU Suðurlands frá upphafi og býr stofan yfir fullkomnasta tækjabúnaði í mælingum.

Starfsstöðvarnar eru á Selfossi og Hellu. 

Sjá nánar um EFLU á Suðurlandi. 

EFLA á Norðurlandi

EFLA á Norðurlandi er staðsett á Akureyri og veitir alhliða ráðgjöf í verkfræði og tækni.

Meðal verkefna á svæðinu eru framkvæmdir tengdar byggingum, hitaveitum, vatnsveitum, fráveitum, gatna- og vegagerð, smávirkjunum, umhverfismálum og skipulagsmálum. Þá eru margvísleg verkefni tengd stjórnkerfum fyrir iðnfyrirtæki, veitur og virkjanir auk hönnunar raflagna, lýsingar- og tæknikerfa í byggingar og önnur mannvirki.

Sjá nánar um EFLU á Norðurlandi. 

EFLA á Austurlandi

EFLA á Austurlandi býður upp á alhliða ráðgjöf í verkfræði og tækni og þar starfa
sérfræðingar í byggingar-, rafmagns- og vélaverkfræði. Starfsstöðin þjónar viðskiptavinum á Austurlandi öllu, frá Langanesi til Hornafjarðar og víðar um land ef svo ber undir.

Helstu verkefni eru tengd rafhönnun og stýringum fyrir veitustofnanir og iðnfyrirtæki, eftirlit og ráðgjöf í virkjunum og tengivirkjum, öllum tegundum af húsbyggingum og þjónustu við sveitarfélög og veitustofnanir á sviði veitna, gatnagerðar, byggingareftirlits, skipulagsmála og ofanflóðavarna.

Starfsstöðvarnar eru á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Seyðisfirði. 

Sjá nánar um EFLU á Austurlandi. 

EFLA á Vestfjörðum

EFLA á Vestfjörðum, er staðsett á Ísafirði, og veitir ráðgjöf á sviði verkfræði og tæknifræði á svæðinu, þ.m.t. ráðgjöf varðandi umhverfismál, skipulagsmál og orkumál.

Sérstaða starfsstöðvarinnar á Vestfjörðum er verkfræðihönnun, gerð aðaluppdrátta vegna mannvirkjagerðar, kostnaðaráætlanir, ástandsskoðanir, GPS mælingar og útsetningar fyrir lóðir, vegi, hafnir og mannvirki ásamt gerð eignaskiptasamninga og útboðsgagna.

Sjá nánar um EFLU á Vestfjörðum.

EFLA í Reykjanesbæ

EFLA í Reykjanesbæ hefur sérhæft sig í verkefnum á sviði raflagnahönnunar, eftirlits og forritunar á lýsingarkerfum.

EFLA veitir einnig alla alhliða ráðgjafar- og verkfræðiþjónustu á svæðinu.

Sjá nánar um EFLU í Reykjanesbæ.

EFLA á Vesturlandi

EFLA á Vesturlandi sinnir verkfræði- og ráðgjafarþjónustu, með sérstaka áherslu á þjónustu í framkvæmdum og byggingum, ásamt því að sinna skipulagsmálum, landmælingum og kortagerð.

Sjá nánar um EFLU á Vesturlandi. 


Stoðsvið

Stoðsvið EFLU eru þrjú og veita þjónustu, ráðgjöf og stuðning þvert á öll svið EFLU.

Mannauður

Undir mannauði heyra mannauðsmál og Innri þjónusta (mötuneyti og afgreiðsla).​ Þar fer fram umsjón með skipulagi og framþróun mannauðsmála hjá EFLU og veittur markviss stuðningur við alla stjórnendur og starfsmenn fyrirtæksins um allt er lýtur að árangri og þróun í starfi.

Rekstur

Á rekstri er haldið um alla fjármálastjórn, upplýsingamál og tengdi innri ferli, auk þess sem veittur er stuðningur til sviða og svæða um rekstrartengd mál og ýmsa upplýsingagjöf.

Markaðsþróun

Undir Markaðsþróun heyra markaðsmál, viðskiptaþróun og nýsköpuna. Markaðsþróun stendur vörð um ímynd og vörumerki EFLU, styður við og hvetur til nýsköpunar í fyrirtækinu. Markaðsþróun styður svið og svæði í markaðssókn, tilboðsgerð og samræmingu gagna. Sviðið hefur breiða yfirsýn yfir starfsemi EFLU, vinnur að umbótum í markaðssetningu, framkvæmir greiningar, miðlar þekkingu og aðferðum þvert á svið og svæði. ​

Viltu skoða skipurit EFLU? Smelltu á hlekkinn.