Kraftmikil teymi
Starfsfólkið er verðmætasta auðlind okkar og leggjum við mikla áherslu á að því líði vel í vinnunni, njóti jafnréttis og fái tækifæri til að þróast í starfi. Við störfum í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Við sækjumst eftir því að fá til liðs við okkur kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem skarar fram úr á sínum sviðum. Við treystum starfsfólkinu okkar, veitum því tækifæri til að axla ábyrgð og þjálfum það hratt og örugglega til ábyrgðar.
Við vinnum í fagteymum. Teymin eru af ýmsum stærðum og gerðum en eiga það sameiginlegt að vera samstilltur hópur einstaklinga sem vinna að sameiginlegum markmiðum og veita hver öðrum stuðning og endurgjöf. Hjá okkur starfa ólíkir einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn og starfsaldur í faginu.
Samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði í teymishugsuninni hjá okkur.