Fólkið okkar
Starfsfólkið er verðmætasta auðlind okkar og leggjum við mikla áherslu á að því líði vel í vinnunni, njóti jafnréttis og fái tækifæri til að þroskast í starfi. Við störfum í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Við sækjumst eftir því að hafa kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem skarar fram úr á sínum sviðum.
Hjá okkur starfa ólíkir einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn, allt frá nýútskrifuðum starfsmönnum til reynslubolta með áratuga reynslu í faginu. Það sem allir okkar starfsmenn eiga sameiginlegt er eldmóður og metnaður til að finna bestu mögulegu lausn verkefnanna.
Við erum stolt af því að hafa fengið vottun á jafnlaunastaðlinum sem staðfesti að unnið er markvisst gegn kynbundnum launamuni. Vinnustaðagreiningar, sem framkvæmdar eru reglulega, staðfesta þann góða starfsanda sem ríkir í fyrirtækinu. Starfsmenn hafa sveigjanlegan vinnutíma og stuðlum við að því að fólk gæti jafnvægis milli einkalífs og vinnu.