• Starfsfólk EFLU

Fólkið okkar

Starfsfólkið er verðmætasta auðlind okkar og leggjum við mikla áherslu á að því líði vel í vinnunni, njóti jafnréttis og fái tækifæri til að þroskast í starfi. Við störfum í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Við sækjumst eftir því að hafa kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem skarar fram úr á sínum sviðum. 

Hjá okkur starfa ólíkir einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn, allt frá nýútskrifuðum starfsmönnum til reynslubolta með áratuga reynslu í faginu. Það sem allir okkar starfsmenn eiga sameiginlegt er eldmóður og metnaður til að finna bestu mögulegu lausn verkefnanna. 

Við erum stolt af því að hafa fengið vottun á jafnlaunastaðlinum sem staðfesti að unnið er markvisst gegn kynbundnum launamuni. Vinnustaðagreiningar, sem framkvæmdar eru reglulega, staðfesta þann góða starfsanda sem ríkir í fyrirtækinu. Starfsmenn hafa sveigjanlegan vinnutíma og stuðlum við að því að fólk gæti jafnvægis milli einkalífs og vinnu.


Aðstaðan

Lögð er mikil áhersla á að skapa gott starfsumhverfi þar sem eldmóður, fagmennska og samvinna er höfð að leiðarljósi. Góð samvinna er á milli sviða og svæða, bæði á Íslandi og við erlendu skrifstofurnar. Mikið er lagt upp úr góðri innivist, unnið er í opnum vinnurýmum en fjölbreytt fundar- og vinnuherbergi eru til staðar bæði fyrir stutta fundi og stærri vinnufundi.

Í hugarflugsherberginu getur starfsfólk þróað áfram hugmyndir í hvetjandi umhverfi. Mikill metnaður er lagður í að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar. Þannig flokkum við allt rusl sem fellur til, starfsfólki er umbunað fyrir að koma „grænir til vinnu“, upplýsingar um kolefnisspor máltíðar er gefið upp í mötuneytinu og haldið er grænt bókhald.


  • Starfsfólk EFLU

Menningin

Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og temjum okkur jákvætt hugarfar, sýnum hvert öðru virðingu og vinnum saman að lausnum sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Við treystum starfsfólkinu okkar, veitum því tækifæri til að axla ábyrgð og þjálfum það hratt og örugglega til ábyrgðar. 

Nýsköpun og þróun er okkur afar hugleikin og allir starfsmenn eru mikilvægir hlekkir í keðjunni. Við störfum saman, samskiptin eru opin og í sameiningu gerum við allt mögulegt.


  • Starfsfólk EFLU

Vellíðan

Það skiptir miklu máli fyrir líkamlega og andlega vellíðan að borða hollan og góðan mat ásamt því að stunda reglulega hreyfingu. Þess vegna leggjum við okkur fram við að skapa vinnuumhverfi sem hvetur til þess. Veittir eru styrkir til íþróttaiðkunar og boðið er upp á árlegt heilsueftirlit. 

Hjá okkur er frábært mötuneyti þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Starfsmenn eru hvattir til að mæta grænir til vinnu, hlaupandi, gangandi, hjólandi eða með strætó og fá greiddan samgöngustyrk fyrir að nota vistvænan samgöngumáta. Á vinnustaðnum er góð sturtuaðstaða og frábær hjólageymsla.


  • Starfsfólk EFLU

Félagarnir

Starfsmennirnir halda uppi virku og afar fjölbreyttu félagslífi. Öflungur, starfsmannafélag EFLU, stendur fyrir ýmsum viðburðum og lagt er upp úr fjölskylduvænum samverustunum með vinnufélögum. Starfræktar eru margar nefndir sem standa fyrir námskeiðum, fjallgöngum, tónleikum, leik- og bíósýningum, útilegum og bjórkvöldum svo fátt eitt sé nefnt. 

Ávinningurinn af öflugu félagslífi er mikill og þar hittist fólk alls staðar úr fyrirtækinu, vinasambönd myndast og starfsandinn verður enn betri fyrir vikið.

Vinnustaðurinn

Vilt þú sækja um starf?

Við erum alltaf að leita að áhugasömu og hæfileikaríku starfsfólki. Ef þú vilt slást í hópinn hvetjum við þig til að sækja um vinnu hjá okkur. Hægt er að fylla út almenna umsókn með því að smella á „sækja um“ hnappinn. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Einnig er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið: job@efla.is

Sækja um


Var efnið hjálplegt? Nei